Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 23
23 Flosi tekur sig upp frá Ossabæ í stórum hugarhræringum, þó vitsmunir stilli geð hans, kap. 116, og hafði hann ákveðið reið til Holtavaðs; skilst mér að það muni dagleiðin frá Dal, og þarna næsti náttstaður; það passar mæta vel, sjáum náttstaðina, kap. 115, bls. 263—4, Stóradal, Sólheima, Höfðabrekku, Kirkjubæ. Við Holtavað mælti Flosi þeim mót, Sigfússonum, og öðrum sinna manna úr héraðinu, sem til þings vildu ríða, og er annað óhugsan- legt en að það hafi verið í náttstað hans. Sigfússynir spurðu, kap. 117, fréttu til ferða Flosa þennan dag, og þá hrundið fram, sem hann væri kominn til Holtavaðs, þó tveggja til þriggja klukkutíma reið væri ófarin af dagleiðinni, í meiningu um, að þeim væri mál að taka sig upp. Enginn þarf að segja mér, að þeir hafi þá fyrst farið að beina saman liði sínu og undirbúa sig til ferðarinnar; nei, þeir hafa verið ákveðnir og samfundarstaðurinn vís. Myndi nú FIosi ekki ríða greitt frá Ossabæ, yfir Affall á Höfðavaði og á þjóðveginn norður eigi allskammt þaðan, og til sinna lestamanna, stefna á Hvolsfjall, og í skarðið austan-við það, austan Moshvol og aust- an Efrahvol, en til hægri var Kotamannafjall og íraheiði, og þaðan til Rang- ár; má sjá víða í móum á þessari leið margar og gamlar götubríkur. Þverá var þá svo lítil, að hennar gætir ekki meira en annara læna, sem renna þar um flatlendið, einungis Fljótshlíðarárnar, þær vest- ari, og töldu þó fróðir menn, sem Páll Sigurðsson í Árkvörn, vafa- samt, hvort þær hefðu allar náð samtökum fyr en Markarfljót fór að ryðja sér braut vestur, sem hann hélt fyrst vera um óaldarár síðari hluta miðaldanna; um þetta töluðu þeir faðir minn í áheyrn minni, þá staddir í Árkvörn. Af fljótsins völdum hefir Lambey hlotizt sérstaða, hvar þessir fornmenn riðu greiðar grundir; vestur um Hemlu eða nálægt Duf- þaksholti hafa þá ekki langferðamenn troðið veg; meiri mýrar og meiri krókur; neyðst þangað, þegar vaðið á Lambey tók af á síð- ari öldum. Það er kallað að fara yfir á Sýkinu, heitir Sýkisvað; aldrei er það kennt við Dufþaksholt, þó miklu sé nær því en forna vaðið. Enginn vatnsfarvegur eða sýki liggur þarna að ánni; get ég til að Sýkisvað sé eldra en Þverá að Markarfljóti viðbættu; þá smá-á eins og sýki, og vaðið notað einungis bæja á milli. Þetta er svipað og með vaðið suður-yfir Þverá hjá Móeiðarhvoli; það er kallað á Ósunum, og bendir það á, þegar fljótið myndaði fyrst nýja farvegi, Ósa, og og heitir síðan Ósavað; en nú á síðari tímum hefir það verið eitt óskift vatnshaf landa á milli, fullt með ægisandi, og vað Bakkabæja- manna til Oddakirkju eftir sem áður.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.