Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 32
32 lengd vestar, en ekkert þessara vaða get ég látið heita Hofsvað þeirra tima. Sunnanmegin er blautt mýrlendi og hallar að ánni; sýnist óhægt yfirferða. Goðatóttin á nefinu suður af bænum, sem nú er, gæti eigi að síður verið rétt; um hana sannar ekkert nema rannsókn. En dauflegt þykir mér um hringinn, sem margir ætla hrossarétt, á sléttu, örstutt fyrir neðan hlaðvarpann á forna bænum. Ég hefi séð sams konar gerði, í sömu afstöðu frá bæjum, t. d. á Efri-Rauðalæk, Ægisíðu og víðar, með nokkurn veginn ummerkjum, og hefi ég frá barndómi heyrt þau kölluð bænahús, byggð eftir kristni; líklegast, ef svo væri, sem helgir hringir með engri yfirgerð. Flest eru þau ferhyrnd og dyr á vestur- enda, og svo getur þetta einnig hafa verið, hornin fallið inn í tótt- ina. Annars er þetta fornmerki á Hofi að hverfa ofan í völlinn, og greinir enginn, nema kunnugur sé. Hrossarétt get ég engan veginn samþýðst á þessum stað, eins og landslagi hagar. Einnig fara þar hverfandi garðleggir aðrir umhverfis tún eða annað, því sandur hefir borist þar nær árlega í grasrótina og hækkað jarðveginn. Hofin voru tvö; það er eins og enginn muni Hof annað; en Hofsvað var að eins eitt, og Gunnar villtist ekki á vöðunum. Eftir út- liti við ána um móberg og landslag allt, er miklu líkara, að vaðið hafi verið niður frá Hofi Skammkels, og kemur það að engu í bág við söguna. Þangað liggja götur beggjamegin við Hvolsfjall, þó miklu séu meir áberandi þær vestari, vegna síðari tímans, og koma þær saman frammi á vellinum; má óefað rekja þær til vaðsins. Ég gjörði mér krók í þessari ferðinni, að lita eftir sunnanmegin, móti vöðunum, áður áminnstu, og fór yfir þessar götur, en það fór sem mig varði, að þar voru einungis búfjárgötur ofan að hverju viki í vallarbrún- inni, niður í nesin við ána. Ég rakti sumar, unz hurfu, þegar niður kom i mýrina, og þótti mér engu líkara þarmegin til mannareiða; aftur lengra úti í velli eru afarmörg götudrög í stefnur út vestanvert Mið- húsa og Hofsnes, um Gömlu-Strönd, Litla-Odda, Helluvað og til Sand- hólaferju. Síðan hefir sá vegur lagst í Djúpadal, Syðri-Strönd, Varma- dal og um Ægisíðu. — Konur voru þar á stöðli, segir í Njálu, á Hofi; ekki við ána, það er langvarandi misskilningur og mun svo, þó þarna sé vaðið, og styttra að ánni; og allt eins gat konan hlaupið af stöðl- inum heim til Marðar, þar sem hún mátti vita húsbónda sinn og heimamenn í voða stadda; — eða þau óþýðu orð Marðar til hennar; þau áttu þá betur heima heldur en við hjú hans. Ég gat um hníf og belti Melkólfs, sem hann tapaði á leið frá stuldinum í Kirkjubæ, og vil ég rekja götu hans. Ég læt hann fara alfaraveginn frá Hlíðarenda; þá stefnir hann strax hærra til hliðanna,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.