Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 32
32 lengd vestar, en ekkert þessara vaða get ég látið heita Hofsvað þeirra tima. Sunnanmegin er blautt mýrlendi og hallar að ánni; sýnist óhægt yfirferða. Goðatóttin á nefinu suður af bænum, sem nú er, gæti eigi að síður verið rétt; um hana sannar ekkert nema rannsókn. En dauflegt þykir mér um hringinn, sem margir ætla hrossarétt, á sléttu, örstutt fyrir neðan hlaðvarpann á forna bænum. Ég hefi séð sams konar gerði, í sömu afstöðu frá bæjum, t. d. á Efri-Rauðalæk, Ægisíðu og víðar, með nokkurn veginn ummerkjum, og hefi ég frá barndómi heyrt þau kölluð bænahús, byggð eftir kristni; líklegast, ef svo væri, sem helgir hringir með engri yfirgerð. Flest eru þau ferhyrnd og dyr á vestur- enda, og svo getur þetta einnig hafa verið, hornin fallið inn í tótt- ina. Annars er þetta fornmerki á Hofi að hverfa ofan í völlinn, og greinir enginn, nema kunnugur sé. Hrossarétt get ég engan veginn samþýðst á þessum stað, eins og landslagi hagar. Einnig fara þar hverfandi garðleggir aðrir umhverfis tún eða annað, því sandur hefir borist þar nær árlega í grasrótina og hækkað jarðveginn. Hofin voru tvö; það er eins og enginn muni Hof annað; en Hofsvað var að eins eitt, og Gunnar villtist ekki á vöðunum. Eftir út- liti við ána um móberg og landslag allt, er miklu líkara, að vaðið hafi verið niður frá Hofi Skammkels, og kemur það að engu í bág við söguna. Þangað liggja götur beggjamegin við Hvolsfjall, þó miklu séu meir áberandi þær vestari, vegna síðari tímans, og koma þær saman frammi á vellinum; má óefað rekja þær til vaðsins. Ég gjörði mér krók í þessari ferðinni, að lita eftir sunnanmegin, móti vöðunum, áður áminnstu, og fór yfir þessar götur, en það fór sem mig varði, að þar voru einungis búfjárgötur ofan að hverju viki í vallarbrún- inni, niður í nesin við ána. Ég rakti sumar, unz hurfu, þegar niður kom i mýrina, og þótti mér engu líkara þarmegin til mannareiða; aftur lengra úti í velli eru afarmörg götudrög í stefnur út vestanvert Mið- húsa og Hofsnes, um Gömlu-Strönd, Litla-Odda, Helluvað og til Sand- hólaferju. Síðan hefir sá vegur lagst í Djúpadal, Syðri-Strönd, Varma- dal og um Ægisíðu. — Konur voru þar á stöðli, segir í Njálu, á Hofi; ekki við ána, það er langvarandi misskilningur og mun svo, þó þarna sé vaðið, og styttra að ánni; og allt eins gat konan hlaupið af stöðl- inum heim til Marðar, þar sem hún mátti vita húsbónda sinn og heimamenn í voða stadda; — eða þau óþýðu orð Marðar til hennar; þau áttu þá betur heima heldur en við hjú hans. Ég gat um hníf og belti Melkólfs, sem hann tapaði á leið frá stuldinum í Kirkjubæ, og vil ég rekja götu hans. Ég læt hann fara alfaraveginn frá Hlíðarenda; þá stefnir hann strax hærra til hliðanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.