Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 59
Örnefni í Reykjahverfi. Safnað hefir og samið Skúli Þorsteinsson, Reykjum. Inngangur. Reykjahverfi liggur suður og austur upp af Skjálfanda. Það er allbreitt norðan-til, en mjókkar, er sunnar dregur og beygir þá meira til suðausturs. Takmarkast það af lágum fjöllum að austan, en heiði að vestan. Sveitin hefir verið byggð síðan á landnámstíð. í Landnámu (bls. 163) stendur: »Héðinn ok Höskuldr, synir Þorsteins þurs, fóru til íslands ok námu fyrir innan Tunguheiði. — — — Höskuldr nam lönd öll fyrir austan Laxá ok bjó í Skörðuvík; við hann er kennt Höskuldsvatn, því at hann drukknaði þar«. Höskuldsvatn (1) er á heiðunum austan-við Hverfið, rétt vestan undir Grísitungufjöllunum og er talsvert stórt ummáls. En hvar Skörðu- vík hefir verið vita menn ekki, því það örnefni er ekki til nú. Norðan við sveitina er Skarðaháls (2). Hann er ekki hár, en all- langt yfir hann og liggja eftir honum götur; var þar áður alfaraleið til Húsavíkur. Þar er vandratað á vetrum og hafa þar margir orðið úti. í þeirra manna minnum, er nú lifa, hafa þar orðið úti tveir menn. Sá fyrri er Stefán prestur Jónsson á Þóroddsstað í Kinn; hann varð þar úti árið 1888. Var hann á ferð frá Húsavík og heim til sín. Hinn maðurinn var Sigurpáll Árnason, bóndi í Skógum. Var hann á heimleið úr kaupstað, fyrri hluta vetrar árið 1891. Margir fleiri hafa orðið úti á hálsinum áður, en ekki get ég nafn- greint þá fleiri. Suður af Skarðahálsi, austan-við hverfið, ganga Stöplarnir (3). Þeir eru brattir, en ekki mjög háir, og eru hvylftir og klaufir inn í þá hér og þar; ná þeir suður að bænum Heiðarbót. — Þá tekur við Reykjafjallið (4), og nær það alla leið suður hjá Geitafelli, að austan- verðu við sveitina; heita hlutar af því ýmsum nöfnum eftir bæjunum, sem við það standa.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.