Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 59
Örnefni í Reykjahverfi. Safnað hefir og samið Skúli Þorsteinsson, Reykjum. Inngangur. Reykjahverfi liggur suður og austur upp af Skjálfanda. Það er allbreitt norðan-til, en mjókkar, er sunnar dregur og beygir þá meira til suðausturs. Takmarkast það af lágum fjöllum að austan, en heiði að vestan. Sveitin hefir verið byggð síðan á landnámstíð. í Landnámu (bls. 163) stendur: »Héðinn ok Höskuldr, synir Þorsteins þurs, fóru til íslands ok námu fyrir innan Tunguheiði. — — — Höskuldr nam lönd öll fyrir austan Laxá ok bjó í Skörðuvík; við hann er kennt Höskuldsvatn, því at hann drukknaði þar«. Höskuldsvatn (1) er á heiðunum austan-við Hverfið, rétt vestan undir Grísitungufjöllunum og er talsvert stórt ummáls. En hvar Skörðu- vík hefir verið vita menn ekki, því það örnefni er ekki til nú. Norðan við sveitina er Skarðaháls (2). Hann er ekki hár, en all- langt yfir hann og liggja eftir honum götur; var þar áður alfaraleið til Húsavíkur. Þar er vandratað á vetrum og hafa þar margir orðið úti. í þeirra manna minnum, er nú lifa, hafa þar orðið úti tveir menn. Sá fyrri er Stefán prestur Jónsson á Þóroddsstað í Kinn; hann varð þar úti árið 1888. Var hann á ferð frá Húsavík og heim til sín. Hinn maðurinn var Sigurpáll Árnason, bóndi í Skógum. Var hann á heimleið úr kaupstað, fyrri hluta vetrar árið 1891. Margir fleiri hafa orðið úti á hálsinum áður, en ekki get ég nafn- greint þá fleiri. Suður af Skarðahálsi, austan-við hverfið, ganga Stöplarnir (3). Þeir eru brattir, en ekki mjög háir, og eru hvylftir og klaufir inn í þá hér og þar; ná þeir suður að bænum Heiðarbót. — Þá tekur við Reykjafjallið (4), og nær það alla leið suður hjá Geitafelli, að austan- verðu við sveitina; heita hlutar af því ýmsum nöfnum eftir bæjunum, sem við það standa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.