Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 76
76 Höskuldsuatnshlíðar (487). Merkiskora (488) heitir þar sem skiftist fjallganga Húsvíkinga og Reykhverfinga. Grenismór (489) er á flat- neskjunum austur-af Bjarnaöxl og norður-af Árnahvammi. Suður-af Höfuðreiðamúla er Jónsnýpa (490), hár móbergs-tindur með miklu útsýni. Rétt sunnan-við 'hana er Jónsnýpuskarð (491). Sunnan-við það taka við Lambafjöllin og eru tindar fyrst, en síðan tekur við hátt fjall og bratt, sem Kistufjall (492) heitir.' Norðan-undir því er djúp hvylft eða skál, sem heitir Skessuskál (493). Norðvestur- af henni liggur gil niður heiðina, er nefnist Tröllagil (494). Annað gil liggur sunnan heiðina austan-við Reykjafjallið: Það heitir Hvann- gil (495). Þar sem þessi gil mætast, heitir Tungusporður (496); eftir það er það nefnt Bótargil (sbr. nr. 198) ‘). Nokkuð sunnan-við Tungu- sporð er krókur á Hvanngilinu og brött brekka að norðan; þar heitir Olnbogi (498). Austan-við Hvanngilið eru hálsar, heldur hrjóstrugir, sem heita Rauðhálsar (499), en suðvestur-af Olnboga er graslendi nokkurt og tjarnir; eru það Sóleyjarfletír (500). Þangað var oft og tíðum farið til grasa úr Hverfinu fyr meir, en er nú að leggjast nið- ur. Suður-með Reykjafjallinu að austan eru vatnsgrafningar og gil, sem heita Skorur (501), og við suðurenda Hvanngilsins eru Grasafletir (502). Þangað suður er smalað á haustin til Skógaréttar. Suður- og austur-frá Grasaflötum er gil, sem Rjúpnagil (503) heitir; er það við suðurenda Rauðhálsanna. Nokkru sunnar er Tjaldlág (504); þar hefir grasafólk tjaldað fyr meir. — Suður- og upp-af Skriðugilinu (nr. 435) er ás, sem nefnist Valgerðarás (505). Suðaustur-af honum eru Grenis- torfur (506), en niður frá þeim er Breiðdalurinn (507) og skammt neðan við hann annar dalur, sem Margrétardalur (508) heitir; í hon- um er hóll, sem Bóndahóll (509) nefnist. Sunnan-við Kistufjallshornið syðra beygjast Lambafjöllin frekar til suðvesturs og er þar röð af smáhnjúkum og skörð á milli. Sunnan- við Lambafjöllin er einstakur hnjúkur, sem heitir Gusti (510); norðan- við hann er skarð í fjöllin: Gustaskarð (511), og sunnan við hann er Gustahlið (512). — Suður- og austur-frá Gusta er annar einstakur hnjúkur, sem heitir Þverárhorn (513); sunnan-undir því eru Hrafna- björg (514). — Vestur-af Þverárhorni er all-djúpt gil, er nefnist Spjáturgil (515); norðan-við það er rennsléttur sandflötur og grasi gróinn þó; brekkur að honum á alla vegu. Hann heitir Spjáturgils- flötur (516), Spjáturgilsás (517), er þar vestur-af. Þverárgil (518) liggur beint vestur heiðina (syðst í Geitafells- landi); er víða bratt með fram því, og skammt frá því eru götur, 1) í Bótargili vestanverðu er snarbratt og heitir þar Táarmelur (497).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.