Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 1
Staðþekking Njáluhöfunda
og Njála og Oddaverjar.
Eftir A. J. Johnson.
„Um Njálu“.
Tvö höfuð-
markmið.
Fyrir nokkrum árum (1933) birtist mikil bók „Um
Njálu“ (hjer eftir skammstafað U. N.), rituð af dr.
Einari Ólafi Sveinssyni (hjer eftir skammstafað dr.
E. Ó. Sv.). Var bókin gefin út af Menningarsjóði,
og seld á 10 kr. (óinnbundin) sem „fræðirit handa alþýðu“. Bók þessi
virðist mjer hafa tvö höfuðmarkmið. í fyrsta lagi, að reyna að sanna
það, að Njála sje ein heild, orðin til öll í einu og rituð þegar í upphafi
af sama manni, en eigi samsafn fleiri ritverka, t. d. Gunnarssögu,
Höskuldarsögu, Njálssögu o. fl., og í öðru lagi, að reyna að slá því
föstu, að höfundur hennar hafi verið Skaftfellingur, en ekki Rangæ-
ingur eða úr öðrum hjeruðum.
Um fyrra markmiðið ætla jeg ekki að ræða. En þess vil jeg þó
geta, að bókin haggar ekki hið minnsta þeirri skoðun minni, sem al-
þýðumanns, að Njála, í þeirri mynd, sem hún er í, sje samsafn af rit-
verkum eftir ýmsa höfunda á ýmsum tímum. Mjer finnst sagan bera
þess augljós merki. Og mjer sýnist hinn mikli fræðimaður og Njálu-
könnuður, próf. Finnur Jónsson, ekki taka með neinni aðdáun þeirri
kenningu dr. E. Ó. Sv., að Njála, í núverandi mynd, sje eftir einn
upphaflegan höfund (sbr. grein í Skírni 1934), og jeg fæ ekki betur
sjeð, en próf. F. J. rökstyðji mál sitt mjög vel og röggsamlega.
Um síðara markmiðið, eða undirstöðuna undir því, staðþekking
Njáluhöfunda (hjer eftir skammstafað Nj.höf., eða að eins höf.) verð-
ur rætt í þessari grein. Dr. E. Ó. Sv. gerir sjer mikið far um að
reyna að færa að því allar hugsanlegar líkur, að sagan sje rituð í
Skaftafellsþingi, og þá líklega helzt af manni, sem dvalið hafi í
Þykkvabæjarklaustri. Virðist mjer málflutningur hans fyrir þessu
vera mjög hæpinn, svo ekki sje meira sagt, og líkjast um of „inn-
leggi“ í máli, þar sem kappið er sett í öndvegi. Gengur þessi mál-
flutningur svo langt, að þegar Nj. höf. segja ekki nákvæmt frá um
l