Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 3
3
Haukadals-
skarð.
vill farið hana að mestu leyti, er hann kom í Dali úr Hrútafirði, með
það í huga, að fara hana til baka. Mjer þykir sennilegt, að hann hafi
naft í huga ráðið, sem Mörður gígja gaf Unni dóttur sinni nokkru
áður, er hann undirbjó flótta hennar úr Dölum, sem var það, að fara
í þá átt til að byrja með (til Laxárdalsheiðar), sem öruggt var um,
að hennar yrði ekki leitað.
Dr. E. Ó. Sv. segir, að frá botni Laxárdals ti' T -kn
dalsskarðs sé „óravegur", og af því að Nj.höf. nefni
ekki örnefni á þessari löngu leið, sé ljóst, „hversu
staðþekkingunni er háttað“. (U. N. 350). Þessi leið er að kunnugra
manna sögn 15—18 km., eða 3—4 stunda gangur. Þegar það er nú
haft í huga, að Gunnar átti að fara þennan „óraveg“ á þremur sól-
arhringum, (sbr. Njálu 22. kap.), mun fæstum blöskra vegalengdin.
Sjálfsagt eru til örnefni á þessari leið, (fremur fá eru þó nefnd á
nýjasta landabrjefi, frá 1933), en manni verður á að spyrja: Ilvaða
þýðingu hafði það, að fara að telja upp örnefni á þessum slóðum,
þó að höf. hefði þekkt þau? Sá getur líka verið kunnugur í Dölum,
sem ekki þekkir þar örnefni á heiðum uppi.
Þá er dr. E. Ó. Sv. ekki ánægður með þá staðþekking Nj. höf., þar
sem segir :„Gunnar reið til Haukadals ór fjallinu ok fyrir austan skarð
ok svá til Holtavörðuheiðar“ og spyr: „Getur Gunnar ekki farið beint
austur af fjallinu og til Hrútafjarðar ?“ Jú, hann gat það, en hann hef-
ur ekkert kært sig um að lengja leið sína að óþörfu, og auk þess hefur
hann viljað forðast mannabyggðir. „Líklega hefur hann (þ. e. Gunn-
ar) þó farið í gegnum skarðið“ segir dr. E. Ó. Sv. (U. N. 350). Nei,
Gunnar fór aldrei í gegnum Haukadalsskarð, að minni hyggju, af
því að hann fer aldrei ofan-í Haukadalinn. Orðin „reið til Haukadals“
hygg jeg að eigi að skilja svo, að hann hafi riðið úr fjallinu að daln-
um. Gunnar reið eftir Laxárdalnum „þar til er þraut dalinn“, þ. e.
inn á móts við Pálssel. Þá breytir hann um stefnu og fer að síga í
áttina heimleiðis, til suðurs. Að líkindum fer hann suður með Kika-
gili og Hólkotsá, vestan við Gæsahnjúk og Geldingafell, og kemur á
norðurbrún Haukadals, nokkuð fyrir vestan bæinn Skarð.1) Hann
1) Merkur maður í Dölum, gagukunnugur fjallinu milli Laxárdals og
Haukadals, segir í brjefi til mín, að það sje sitt álit, að Gunnar hafi farið þessa
leið, en heldur, að meðan hann hjelt kyrru fyrir, hafi hann dvalið í Bjarnarfelli,
sem er litið eitt vestar, því þar sje „ákjósanlegur staður til a.ð leynast í og
njósna" um mannaferðir.
Leiðina eftir brún HaukadaJsins og til Holtavörðuheiðar bar jeg undir
Jósef Jónsson, fyr bónda á Melum í Hrútafirði, sem bæði var glöggur og kunn-
ugur, og var hann mjer alveg sammála um hana.
1*