Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 4
4
sjer, að þar er ógreitt að komast ofan-í dalinn, og enn þá ógreiðara
— til að sjá — að komast upp úr honum hinu megin, svo hann heldur
áfram austur eftir dalbrúninni austur fyrir skarðið (þetta er ekki
ógreiðfær leið), og þegar hann kemur fyrir skarðið, tekur hann stefnu
á Holtavörðuheiði austan-við Tröllakirkju. Með því að fara þessa
leið, fer hann algjörlega huldu höfði og fjarri öllum mannabyggðum,
eins og honum var nauðsynlegt. Og þessi leið kemur alveg heim við
frásögn Njálu.
_ , , .. „Loks skal þá nefna þann staðinn, sem tekur af öll
ran * tvímæli", segir dr. E. Ó. Sv. um staðþekkingarskort
höf. í Dölum, en það er Þrándargil. Njála segir svo frá, að Mörður
gígja hafi sagt, er Höskuldur Dala-Kollsson var að biðja Unnar
dóttur hans til handa Hrúti: „Mikit munt þú þurfa fram at leggja
með honum; því at hon á allan arf eptir mik“. „Eigi þarf ok lengi
at bíða, hvat ek skal ákveða“, sagði Hökuldr, „hann skal hafa Kambs-
nes ok Hrútsstaði ok upp til Þrándargils (Nj. 2. kap.). Nú er það vit-
anlegt, að Þrándargil, sem enn er til sem örnefni, er í Laxárdal, nokk-
uð fyrir ofan Höskuldsstaði (nál. 5 km.) „og ætti Höskuldur þá að
hafa gefið Höskuldsstaðaland, því það er á milli“ (þ. e. Hrútsstaða
og Þrándargils), segir dr. E. Ó. Sv. „Hér mundi höfundurinn án
efa hafa nefnt réttari örnefni, ef þau hefðu verið honum kunn“ bætir
hann við. Og að síðustu segir hann: „Sigurður Vigfússon hefur tekið
sér fyrir hendur að leiðrétta þetta“, .... en „leiðréttingin er röng,
eins og Ólafur Lárusson hefur sýnt“. (U. N. 351).
Hvað hefur próf. Ólafur Lárusson sýnt, og hvert er hans álit
á þessu máli? Hann segir, að í frásögn Njálu um þetta sje „sýnilega
eitthvað málum blandað". Hann segir enn fremur: „Sigurður Vig-
fússon gat þess til, að Þrándargil væri ritvilla, fyrir Hrútagil, en svo
heitir gil, sem gengur úr fjallinu milli Köldukinnar og Skógsmúla,
suður í Haukadalsá. Hann taldi landnám Kolls hafa náð þangað.
Ekki er það líklegt, að Hrútagil hafi ráðið þessum merkjum. Hin
eðlilegu mörk á þessu svæði eru við Þverá, sem enn ræður merkjum
Köldukinnar, Skógsmúla og Þorbergsstaða, er land eiga þar inn-frá,
að vestan, og Vatns í Haukadal að sunnan.........Má því ætla, að
landnám Kolls hafi náð suður að Haukadalsá og Þverá“. Síðan bendir
próf. Ó. L. á, að Landnáma skýri frá því, að Höskuldur Dala-Kolls-
son hafi goldið Hrúti í móðurarf, „Kambsnes land milli Haukadalsár
ok hryggjar þess, er gengr ór fjalli ofan í sjó“, en það eru lönd
þessara jarða: Skógsmúla, Köldukinnar, Þorsteinsstaða beggja,
Brautarholts, Lækjarskógs, Þorbergsstaða og Hrútsstaða. „Hrútur
hefir því fengið landið allt fyrir sunnan ásinn milli Haukadalsár og