Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 5
5
Laxárdals“ ......Liggur þessi sögn Landnámu vafalaust til grund-
vallar sögn Njálu“, segir Ó. L. (Vaka III. 3. h., 335, 338, 339).
Mjer sýnist, að þessi tilvitnun dr. E. Ó. Sv. til próf. Ó. L. styðji
ekki mikið það mál, sem hann ætlast til, að hún styðji, skort Nj. höf.
á staðþekkingu í Dölum.1) Það er sýnilegt að Ó. L. lítur svo á, að hjer
sje um „pennafeil" að ræða hjá skrifara. Og svo er það líka og hefur
hann leyft mjer að geta þess. Hann heldur að hjer kunni að hafa stað-
ið Þverárgil upphaflega (í frumriti), en uppskrifari mislesið eða mis-
ritað, og breytt í Þrándargil, enda sjeu þessi orð mjög lík í bundinni
skrift.
Eins og áður er sagt, má telja vafalaust að Þverá, svo sem
hún er nefnd nú2), hafi verið á austur-takmörkum landnáms Kolls,
og einnig á austur-takmörkum þess lands, er Höskuldur ljet Hrút fá
i móðurarf, svo að jeg hygg, að það verði erfitt að mæla gegn því
með rökum, að allar líkur bendi til þess, að þessi skoðun próf. Ó. L.
sje rjett. En hún kollvarpar þeirri kenningu, að „í Dölunum sé (er)
engin lýsing, sem bendi á, að höfundur sögunnar hafi séð staðina
með eigin augum“. (U. N. 351). Allt bendir tvímælalaust til hins
gagnstæða.
Til viðbótar framanrituðu má benda á, þó að þess sje ekki
þörf, hversu kunnuglega er til orða tekið, þegar Njáll er að skýra
Gunnari frá, hvaða leiðir hann skuli fara í Dali og um Laxárdal. „Þú
skalt ríða til Norðrárdals ok svá til Hrútafjarðar olc til Laxárdals olc
iil þess er þú kemr á Höskuldsstaði“. (Njála, 22. kap.; letbr. hjer).
Höf. er kunnugt, að Höskuldsstaðir eru neðarlega í dalnum, og einn-
ig, að Hrútsstaðir eru enn þá neðar, því þegar frá því hefir verið
sagt, að Kaupa-Hjeðinn (Gunnar) hafi verið „um nótt“ á Höskulds-
stöðum, fór hann „þaðan ofan eftir dal“ að Hrútsstöðum. (Njála, 23.
kap.). Hjer er verið að skýra frá eftir eigin sjón.
1) Svo er reyndar um fleiri tilvitnanir dr. E. Ó. S., þegar aíS er gætt, t. d.
tilvitnunina til Tryggva Þórhallssonar, sem á að styðja þá skoðun, að höf. Njálu
hafi verið Skaftfellingur. Tryggvi segir aðeins: „Ef til vill mætti gizka á, að
Brandur (þ. e. Brandur ábóti, síðar biskup) hafi haft einhver meiri eða minni
afskipti af Njálu. . . . Ætti að benda á einhvern sérstakan stað, þar sem unnið
hefði verið að því að steypa Njálu í einat heild, er enginn sennilegri en Þykkvi-
bær. Flosa er þannig borin sagan í Njálu, að mjög er sennilegt, að einhver Svin-
fellingur hafi stýrt pennanum. En vitanlega er þetta ekki annað en mjög laus-
leg getgáta(Leturbreytingar hjer. Skírnir 1923, bls. 56.)
2) Þverá er einnig fremur gil en á; hún þornar að mestu í sumarþurkum.
°g er nefnd Þvergil í Sturlungu (II., 168).