Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 6
6
Við hlíðina.
1 RANGÁRÞINGI.
Næst er að athuga staðþekking Nj.höf. í Rangár-
þingi og þær veilur, er dr. E. Ó. Sv. þykist finna
á henni. Fyrst finnur hann að því, að höf. hafi eigi tilgreint, hvar
Njálssynir voru í Fljótshlíðinni nóttina áður en þeir drápu Sigmund
og Skjöld, og eins hinu, að bær Þorkels þess, er óvinir Gunnars
kúguðu til að lokka hundinn Sám út í traðirnar á Hlíðarenda, er ekki
greindur með nafni. í hvorugt skiftið kröfðust atburðimir þess, að
nöfn væru tilgreind. (Alveg er sama að segja um það, að nafn á
„næsta bæ“ hjá Hrútsstöðum í Dölum er ekki nefnt. Það hafði enga
þýðingu). Við værum litlu nær, þó í sögunni stæði, að Njálssynir
hefðu verið um nóttina nokkuð fyrir innan Hlíðarenda, og að bær
Þorkels hefði heitið t. d. Þverá. Ef þetta væri af þekkingarskorti höf.
á örnefnum, eins og dr. E. Ó. Sv. heldur fram, væri ekki úr vegi að
spyrja, hvort það væri líka af þekkingarskorti á örnefnum í Skafta-
fellsþingi, að eigi eru nefnd nema aðeins tvö örnefni á allri leiðinni
austan frá Svínafelli í Öræfum og vestur í Mýrdal, (sbr. ferð Halls
af Síðu, 147. kap.), svo að eins eitt dæmi sje nefnt. Einhvers staðar
hefir Hallur komið við á þessari leið og gist. Hvað hjet sá bær, eða
bæir? Hví eru þeir ekki tilgreindir? Afsökun sú, er dr. E. Ó. Sv.
færir fyrir þessu, og síðar verður tilfærð (sbr. U. N. 377) sýnir mjer
rök, sem tæplega hæfa vísindariti.1)
En um þetta allt má það sama segja að minni hyggju. Höf. telja
óþarft að nefna örnefni eða staði, þar sem sagan krefst þess ekki,
og dr. E. Ó. Sv. ætti sízt að undra þetta, þar sem hann hefir gefið
Njáluhöfundi (eintala hans) þann vitnisburð, að hann hafi engan
áhuga haft á staðfræði.
Dr. E. Ó. Sv. getur ekkert sett út á lýsingu höf. á Hlíðarenda
eða umhverfi hans, og þykir honum því „ekki ótrúlegt að höfundur-
inn hafi einhverntíma komið“ þangað, (U. N., 374) því „þar má
benda á ýmislegt, sem ber með sér nokkur kynni af staðháttum",
og að höf. „hafi kunnað á þessu nokkur skil“. (U. N., 352 og 353).
Eftir orðalaginu á þessu virðist dr. E. Ó. Sv. ekki ljúft að þurfa að
játa þetta, En þarna varð ekki undankomu auðið.
1) Svo er nú víðar, t. d. þegar hann er kominn í klípu með eitthvað og
grípur til þess, að segja að þetta eða hitt stafi af „gleymsku'* eða „vangá“
Kj.höf., eða að „tvítekning" á ættartölum í Njálu sje að vísu „einkennileg“, en
ekki sje „unnt að taka hana gilda sem röksemd fyrir innskoti“. (U. N., 41).
3>etta eru Ijettvægar röksemdir!