Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 11
9
fjöllum, sem hjet Mörk, bæ Ketils Sigfússonar, sem hefur fengið
nafnið Stóra-Mörk, þegar Mið-Mörk og Syðsta-Mörk (fremur smá
býli) byggðust úr landi hennar, sem hefur verið löngu eftir Njálutíð.
Þá er komið að hinum mikla ásteitingarsteini, Goða-
a an * landi. Erlendur maður á að „hafa afsannað það til
hlítar, að leið Flosa (o. fl., sbr. Njála, 126. kap., 131. kap., 149. kap.,
150. kap.) hafi legið um Goðaland“, er hann og þeir fleiri fóru
milli Skaftártungu og Rangárþings, og Nj. höf. eiga að halda af
vanþekkingu sinni, að „Goðaland ná(i) langtum lengra norður en það
gerir“. (U. N., 354). Jeg hygg, að allt þetta vanþekkingartal sje
byggt á ókunnugleika og fullkomnum misskilningi, og að Njáluhöf.
skýri hjer alveg rjett frá. Goðaland, landið sem Jörundur goði á
Svertingsstöðum „fór eldi, ok lagði til hofs“ síns, og vafalaust dregur
nafn af „goðanum“, hefur náð yfir miklu stærra landssvæði en það,,
sem nú ber þetta nafn, eða vestan-af Hoftorfu (dregur hún nafn af
hofinu?) og inn í Krossárbotna, og upp að jökli. Þessi stærð á „bjórn-
um“ kemur alveg heim við Landnámu, er segir að hann hafi legið
milli „Krossár (botna) ok Jöldusteins", en Jöldusteinn er á móts við
Hoftorfu. „Bjórinn“ hefir því náð yfir landsvæði, er bera þessi nú-
tíðarnöfn: Hoftorfa, Fagriskógur, Steinsholt, Stakkholt, Merkur-
tungur, Goðaland, Hrunar, Múla-, Teigs- og Guðrúnar-tungur. Leið-
in um Goðaland hefur legið eins og hjer segir: Þegar komið var
yfir Krossá, móts við Langadal á Þórsmörk, hefur verið farið inn
með henni að sunnanverðu, norðan við Bása og Hatt, og inn í
Hestagötur, en svo heitir örnefni innst á landsvæði því, er nú nefn-
ist Goðaland.1) Eru Hestagötur í miklu gili, sem snýr til út-norðurs
inn í hálendið. Hefur verið farið upp úr þessu gili — í hlíðum þess,
sem hafa verið grasi og kjarri vaxnar, og eru enn að nokkru leyti
— upp á neðstu hálendisbrúnina. Síðan taka við nokkrir smáhjallar,
livergi brattir upp að Morrisheiðar-kambinum. Norðan í hann er
mikill slakki eða hvilft, og upp úr henni hefur verið farið upp á
Morrisheiðina, sem er alveg sljett, þegar upp er komið. Jökull hefur
legið um langa tíð niður á heiðina, að heita má í sömu hæð og hún,
sýnilega mjög þunnur. Er slakki eða lægð í hann frá heiðinni, í átt-
ina austur á Mælifellssand, en hnjúkar eru víða komnir upp úr hon-
um, beggja megin við lægðina. Mætti hugsa sjer, að þarna hefði verið
dalur áður en jökull lagðist yfir, en hæðir og hnjúkar beggja vegna.
Og hver veit nema dalur þessi eigi eftir að koma í ljós, því að jök-
1) Sigurður Vigfússon getur þess, að „merkur maður“ undan Eyjafjöllum
hafi sagt sjer af gömlum götuslóðum uppi i hálendinu á Goðalandi.