Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 14
12
Þorkelsson (síðar þjóðskjalavörð), og segir hann, að þeirra álit
beggja, sje það, að frásögnin í Njálu eigi „mætavel við Fiskivötnin
(hjá Bláfjalli), og yfir höfuð sje (er) hjer öllu vel lýst“ hjá Nj. höf.
(ísaf., 1885. 76).
Sigurður getur þess einnig í þessu sambandi, að sjera Páll Páls-
son (síðast prestur í Þingmúla) hafi farið Fjallabaksleið yfir tuttugu
sinnum, og hafi hann fundið miklar fornar götur fyrir norðan Svarta-
núp, nálægt Bláfjalli, og til Mælifellssands, og vestan-til á sandinum
sjeu hraunklappir „og miklar götur í klöppunum". Þetta er vafalaust
sú leið, er Flosi fór, og hefur verið fjölfarin um aldir, vegna þess,
hve hún var stutt og vatnalítil, en eftir að jökull lagðist yfir vestasta
hluta hennar, allt niður að Goðalandi, sem vel getur verið, að hafi
ekki verið fyr en á 15. eða 16. öld (sbr. ferðir Norðlendinga suður
í Austur-Skaftafellssýslu, yfir Vatnajökul austanverðan, til 1575),
hefur verið farið að fara Rangárvallaleiðina gömlu, um Hvanngil og
Grashaga, norðan við Tindafjallajökul, og niður á Krókbæi á Rang-
árvöllum. Síðar var farið nokkru suðvestar, og yfir Markarfljót á
á Króknum. Rangárvallaleiðin (miðleiðin að Fjallabaki; Landmanna-
leið austast) er sú sama að mestu leyti og Flosaleið vestur á Mæli-
fellssand vestanverðan, en beygir þar til norðurs. Hún mun hafa
verið talin 14—16 stunda reið milli byggða.
Það eru engin undur, þó að hin gömlu Álftavötn hafi fylzt og
horfið með öllu, og Fiskivötnin hjá Bláfjalli líka að miklu leyti, þeg-
ar það er vitað, að veiðivatn, sem Kringla hjet, og var niðri í Meðal-
landi, er fyrir marglöngu horfið.
„Stórkostlegasta hraungos, sem orðið hefur á allri jörðunni
síðan sögur hefjast, eru Skaftáreldar. Þeir stóðu nær óslitið frá 8.
júní 1783 fram í janúarmánuð árið 1784, og er talið, að á þeim
tíma hafi komið upp úr jörðunni meira en 12,000,000,000 (tólf þús-
und miljónir) teningsmetrar af hrauni, sem breiddist um geysistór
landflæmi á heiðunum út frá eldstöðvunum". (N. Nielsen, Vatna-
jökull, bls. 114).
Þetta var nágranni vatnanna á aðra hönd, en hve mörg þúsund
milljónir teningsmetra af gosefnum hafa komið — í gegnum aldirn-
ar, — frá nágrannanum á hina höndina, Kötlu?
Jón Eiríksson í Hlíð segir 1884, að vötnin sjeu tvö, og „spotta-
korn vegar milli þeirra, og er það brunnið land, og sömuleiðis allt
umhverfis þau“. Gísli Sigurðsson, bóndi á Búlandi, skýrir svo frá
í byrjun fyrra árs (brjef 8. jan. ’38), að nú sje ekki nema eitt vatn
eftir „með 2 hólmum“. Á rúmri hálfri öld hefir annað vatnið horfið.
Er það glöggt dæmi um það, hvaða öfl eru þarna enn að verki. —