Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 17
15
hugsandi, að á þeim tímum hafi verið kominn ótti við „forynjur og
tröll“ eða a. m. k. útilegumenn einmitt á þeim slóðum. Sú trú, að
útilegumenn hefðu aðsetur sitt inn af Fiskivötnum, við Stórasjó,
er menn trúðu að væri til, lifði fram á þessa öld. Pálmi Hannesson
telur, að Langisjór, sem ekki er ýkjalangt upp frá afrjettarlöndum
V.-Skaftafellssýslu, og nær henni en Fiskivötn, hafi ekki fundizt fyr
en 1858 og þá af tilviljun. (Sbr. Árbók Ferðafél. Isl. 1933, bls. 44).
Sveinn Pálsson læknir fór til Fiskivatna síðast á 18. öld og rann-
sakaði þau nokkuð, en nokkru síðar, eða 1861, tekur Björn Gunn-
laugsson þó ekki dýpra í árinni um þekkingu á Fiskivötnunum en
það, að hann segir, að þau sjeu „nokkurn veginn kunnug".1) Þegar
þetta er kunnugt, fer að verða skiljanlegt, að vötnin — eða veiði í
þeim — hafi ekki verið fundin á 15. öld. Menn á fyrri öldum hafa
hliðrað sjer hjá því, að fara rannsóknarleiðangra um hin tröllslegu
öræfi og auðnir norð-vestan Vatnajökuls. Og enn þann dag í dag, eru
landsvæði þar órannsökuð að mestu, þegar undan er skilin rannsókn-
arför Fontenay, sendiherra Dana, frá Illugaveri til Kerlinga 1925.
Ekki bendir það til raunverulegrar þekkingar á fyrri tímum, á Fiski-
vötnum, ef til er staðfræðileg lýsing á þeim, þar sem þau eru talin
„hundrað að tölu eða fleiri“, og að kort sje til af þeim, er sýni, að
lögun þeirra sje svipuð og á uppdrætti Sæmundar Hólm, (sbr. uppdr.
I) þ. e. „eitt stórt vatn (í miðju) og mörg smá umhverfis“ (U. N.,
bls. 368). Allt eru þetta hugsmíðar. Fiskivötn hafa aldrei verið
neitt nálægt 100 að tölu, og lögun þeirra hefur aldrei verið sú, að
stórt vatn væri í miðju og mörg smá umhverfis það. Landslagið í
kringum vötnin afsannar þetta fullkomlega. Vötnin eru gígavötn, og
því afardjúp, svo að öskugusur, t. d. úr Heklu, hafa ekki megnað að
fylla þau upp. Þau liggja flest í djúpum hvilftum, en milli þeirra.
eru háir kambar og hryggir. Stærsta vatnið (Litlisjór) hefir ætíð'
verið innst og austast, en aldrei í miðju.
Það, sem nú hefur verið talið, held jeg að afsanni það með öllu,
að við þessi vötn sé átt í Njálu. Dr. E. Ó. Sv. heldur, að það hefði
ekki tafið Flosa nema „um dag“ og fara til Fiskivatna. Hjer gerir
hann sig sekan um það, sem hann ber á Njáluhöf., að stytta vega-
lengdir, því að hjer styttir hann vegalengd um helming. Af leið
Flosa, t. d. ofanvert við Svartanúp, til Fiskivatna er 10—11 stunda
1) Þorv. Thoroddsen segir í Ferðabók: „Þó menn lengi hafi vitað nokkuð
um Fiskivötn, og margir byggðarmenn farið þangað til veiðifanga, þá hafa
þau þó aJdrei verið könnuð, svo menn hafa hvorki í bókum né á uppdráttum
haft glögga hugmynd um þenna vatnafláka". Hann kannaði Fiskivötn 1889.