Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 23
17
þegar hann fannst ekki þar, fer hún með tvo heimamenn til gerðis-
ins, og finnur hann þar veginn. En þá eru Njálssynir og Mörður á
bak og burt. Meðan þau eru þarna yfir líki Höskuldar, kemur smala-
maður Marðar. Þetta hefir gerzt eftir miðjan maí a. m. k. Sólarupp-
koma er þá nál. kl. 3, en „sól var uppkomin", er Njálssynir komu
til gerðisins. Ef nú er áætlað, að þeir hafi komið til Vörsabæjar kl.
Si/2 °g beðið í hálftíma, kemur Höskuldur til gerðisins til að ,,sá niður
korninu" kl. 4. — og er það mjög líklegt. Skifti nú engum togum,
því Skarphjeðinn „spratt upp undan garðinum ... ok höggr til hans,
ok kom í höfuðit“. Þetta hefir gerzt laust eftir kl. 4. Ekki finnst mjer
það ólíklega tilgetið, að Hildigunnur hafi vaknað nál. kl. 6, eða þegar
fór að líða að venjulegum fótaferðartíma, og telja verður það senni-
Jegt að hálf klst. a. m. k. hafi liðið frá því að hún vaknaði og þangað
til sendimaðurinn lagði af stað upp til Grjótár. Milli Vörsabæjar og
Grjótár er jöfn vegalengd, og milli Hofs og Grjótár, eða nál. II1/;
km. Þá leið gat Mörður farið á klukkustund, án þess að fara mjög
hart. Honum var mögulegt, þó hann hefði haft allt að hálftíma við-
stöðu heima, að vera kominn miðja leið frá Hofi að Grjótá, þegar
sendimaðurinn frá Vörsabæ lagði af stað. Hann hafði því nógan tíma
til að vera kominn á undan honum að Grjótá.
En svo er annað, sem er athyglisvert í þessu sambandi. Þegar
sendimaður Hildigunnar kemur til Grjótár, var þangað kominn —
auk Marðar — „Ketill ór Mörk“. Hvaðan hafði hann vitneskju um
vígið? Vitanlega frá Vörsabæ. Sagan getur þess ekki berum orðum,
að Hildigunnur hafi sent mann að Mörk, en þetta má lesa á milli
línanna. Þetta var líka mjög eðlilegt. Ketill var föðurbróðir Höskuld-
ar, og hann hafði upphaflega tekið Höskuld til fósturs af Þorgerði
móður hans, og þá svarið henni eið að því, að hann skyldi hefna hans,
ef hann yrði „með vápnum veginn“. Ilún var heldur ekki lengi að
minna Ketil á eið hans, þegar hann kom til Grjótár þennan morgun.
Ketill hefir brugðið við undir eins og hann fjekk tilkynningu um
vígið, og riðið til Grjótár. Frá Vörsabæ að Mörk eru 13y2 km. og
milli Markar og Grjótár ca. 9*4, eða samtals nál. 23 km. Til þessa
ferðalags þarf allt að tveimur klst., þó Ketill hefði brugðið strax við,
og hestar hefðu verið við hendina. Hann er kominn að Grjótá á und-
an sendimanninum frá Vörsabæ, og bendir þetta til þess, að hann
hafi farið miklu síðar af stað en jeg áætlaði hjer að framan, en við
það lengist sá tími, sem Mörður hafði yfir að ráða til síns ferðalags.
Lýsingin á þessu ferðalagi Marðar sýnir, að mínu viti, afburða-kunn-
ugleik á þessum slóðum, og nákvæmni um vegalengdir.1)_____________________
1) Hve langa leið má fara vel ríðandi á stuttum tíma, sýna eftirtalin dæmi:
2