Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 24
18
„En hversu er þá háttað þekkingu höfundarins á.
hvoll " Bergþórshvoli?” spyr dr. E. Ó. Sv., og spurningunni
svarar hann sjálfur þannig: „Hann veit um hvál-
inn, og hefir líka heyrt um, að dalr sé í honum. Það er nú kunn-
ara en frá þurfi að segja, að þessi dalur er miklu minni en svo,
að lið Flosa kæmist þar fyrir, án þess að eftir væri tekið er óþarft
að vitna í rit manna um þetta. Menn hafa getið þess til, að þeir
Flosi hafi leynst austan við Floshól og má það vel vera (hjer er
vitnað til erlends manns um þetta), en það er annar staður en sagan
segir, og virðist af þessu mega ráða, að höfundurinn hafi aldrei
komið að Bergþórshvoli“. (U. N., 355). Hjer er ekki lengi verið að
kveða upp dóm, sem dr. E. Ó. Sv. sjálfur virðist nú álíta, a. m. k.
að sumu leyti, óábyggilegan (sbr. Skírnir 1937, bls. 36—37) og það
er hann líka. Hann segir, að ekki þurfi að vitna til rita manna um,
að það sé staðleysa, sem Njáluhöf. segja um stærð dalsins í hvolnum.
Sigurður Vigfússon rannsakaði þetta nákvæmlega. Hann segir svo
um þetta, sbr. Isafold 1883, bls. 119: „Fyrir austan bæinn (á Berg-
þórshvoli) er lægð, og þar fyrir austan og sunnan er Hvollinn; hann
er miklu hærri en hóllinn undir bænum, um 50 fet á hæð (ca. 15,75
metrar) og í þvermál á annan veg 50 faðmar. Ofan í hann er stór
og víð lægð, ekki djúp; þar geta staðið — að margra skynsamra
manna dómi — 200 hestar, og meir. Úr miðri lægðinni (dalnum)
og heim á mitt bæjarhlað eru 45 faðmar. Ekki sjest úr miðri lægð-
inni heim til bæjarins“. Síðan lýsir Sigurður nákvæmlega vegalengd
milli bæjarins og Káratjarnar (250 faðmar) og frá Káratjöm að
Káragróf (40 faðmar). „Hvorki Káradæla eða Káragróf sjást frá
bænum“, þ.e. Bergþórshvoli. Að síðustu segist Sigurður „lýsa yfir þvír
'fyj&íu,
W &****'■
-■■■ •' •
■ f ■ *
Maður frá Barkarstöðum í Fljótshlíð hefir farið frá Barkarstöðum og að Kirkju-
bæ á Rangárvöllum (um Stórólfshvol og Strönd) ca. 34 km. á 1% klst. Hann
hafði 2 hesta til reiðar. Sami maður hefir farið frá Barkarstöðum, um hávetur,
— yfir allar kvislar Þverár og Markarfljóts milli skara — einhesta, og austur
að Holtsós undir Eyjiafjöllum, ca. 25—26 km., á 2 klst. í fyrra skiftið var hann
að sækja lækni, í síðara skiftið að fara til sjóróðra. — Bóndi úr Hvolhreppi
sagði mjer í vetur er leið, að eitt sinn hefði hann farið frá Þjórsártúni að
Ægisíðu í Holtum, þ. e. milli Þjórsár og Ytri Rangár, á 40 mínútum. Vega-
lengdin er 18 km. Hann var einhesta. Ástæður til ferðalagsins voru nokkuð
sjerstakar. Hjer við má bæta nokkrum vegalengdum, sem menn fara á tveimur
jafnfljótum. Magnús Guðbjörnsson hlaupagarpur hefir t. d. hlaupið milli Ála-
foss og Reykjavíkur, 18 km., á 1 klst. 6 mín. Af Kambabrún til Reykjavíkur,
40,2 km., á 2 klst. 51 mín. Frá Fagraskógi til Akureyrar, 28 km., á 1 klst. 45 mín.