Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 28
22
að sá í akur sinn. Vill hann, að mjer skilst, að tilgreint sje, hvað akur-
inn hjet, eða örnefni í námunda við hann. Hjer er nú heimtuð ná-
kvæmni!
Þeir Otkell eru að ríða austur að Stóra-Dal undir Eyjafjöllum.
Þeir fara nærri Hlíðarenda, og þegar þeir koma niður á sljettlendið
fyrir neðan Hlíðina — og þar hefir akur Gunnars verið — stefna
þeir austur að Markarfljóti. Otkell hleypir hesti sínum — „annarr
rann hjá lauss“ — en missir vald á honum. Þegar svo er komið,
eru hestarnir ekki lengi að snúa við — og í áttina heim til sín, þ. e.
upp til Fljótshlíðarinnar, og þá er það, að þeir hlaupa „neðan um
sáðlandið", sem Gunnar var að sá í, og yfir hann.
Hvað er sjeð í fjarska í þessari frásögn? Hvaða örnefni önnur
en þessi tvö, Markarfljót og Fljótshlíð, var hægt að nefna, þegar
verið var að lýsa atburði, sem gerist á marflötu landi, þar sem að
öllum líkindum engin örnefni hafa verið til? Enn í dag eru engin
örnefni til á sljettlendinu þarna, nema „hólmarnir“, sem vötnin hafa
búið til löngu síðar, og eru miklu sunnar.
, . Dr. E. Ó. Sv. notfærir sjer um of, að „gálaus upp-
anga. vera. r^arj<< (svo notuð sjeu hans eigin orð, sbr. U. N.
349) hefur breytt (eða mislesið) Þverá í Rangá, þegar frá því er
sagt, er Njálssynir hefndu Höskuldar bróður síns. Er höf. afdrátt-
arlaust kennt um þessa ritvillu, og á hún að stafa annað hvort frá
„óskilmerkilegri sögn“, eða því, að höf. sjeu staðvilltir.
Þeim, sem þekkja hjer til staðhátta, er það ljóst, að frásögn Njálu
um þetta bendir ótvírætt til þess, að fundum Njálssona og Lýtings
ber saman við Torfastaðagróf í Fljótshlíð, sem er skammt fyrir suð-
austan Sámsstaði og hefir þá verið í landareign þeirra.
Lýsingin á læknum, sem Skarphjeðinn hleypur yfir, og bakkan-
um, sem Hallkell komst eigi upp á, nema með því að skjóta „niðr
knjánum", kemur mjög vel heim við Torfastaðagróf. Alveg er líka
augljóst, að það er Þverá, en ekki Rangá, sem Lýtingur „komst út
á“ í lok bardagans, er hann flýði til Vörsabæjar. Sá sprettur var að
vísu um 9 km., en hann hefði verið nærri helmingi lengri, hefði
bardaginn verið norður við Rangá — og fyrir norðan hana, því aug-
Ijóst er, að viðureignin fer fram fyrir norðan ána; annars hefði
Vörsabær verið í alveg gagnstæða átt hjá Lýtingi.
Við Rangá að norðan-verðu eru tveir lækir, sem renna í hana,
— að sunnan-verðu enginn — báðir ofarlega, Stokkalækur og Keldna-
lækur, en við hvorugan getur lýsingin átt. Höf. eru hjer sýknir saka,
sem oftar.
Þá á það að lýsa ókunnugleika höf., að tekið er svo til orða í 130.