Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 34
28
hafi ritað Njálu, (þá er við nú þekkjum) og haft föður sinn, Skóga-
Skeggja, að heimildarmanni, hver mundi þá láta sjer til hugar koma,
að hann hefði aldrei komið að Bergþórshvoli, fárra klukkustunda ferð
frá Skógum, og segði algjörlega rangt til um ferðir um Goðaland, svo'
tvö dæmi sjeu nefnd?
NJÁLA OG ODDAVERJAR.
Sjálfsagt finnast höf. Njálu aldrei með öruggri vissu og
því verður ævinlega spurt og getið í eyðurnar. En eitt virðist
mjer mjög eftirtektarvert í sambandi við getgátur nútíðarmanna
um, hver eða hverjir hafi skrifað Njálu, eða sett hana saman
í þann búning, er nú hefur hún, og það er þetta: Þeir eru allir
— sem jeg hefi heyrt nefnda — bundnir Oddaverjum á einhvern
hátt; einn er skyldur þeim, Brandur ábóti, annar er tengd-
ur þeim, Þorv. Þórarinsson, þriðji er beinn afkomandi þeirra, Þor-
steinn Skeggjason; hann var fjórði maður frá Jóni Loftssyni (Sól-
veig, Þóra, Sólveig, J. L.). Hvernig stendur á þessu? Stendur ekki
þannig á því, að frumdrættirnir að Njálu hafi orðið til í Odda, en þeir
komizt svo síðar í hendur þessara manna, eins eða fleiri — eða ann-
ara?1) Miklar líkur virðast mjer mæla með því, að í Odda hafi fyrstu
handritin af sumum þáttum Njálu a. m. k. orðið til. Þar var annað
af fyrstu menntasetrum landsins. Þar bjuggu lærðir menn og höfð-
ingjar um langa tíð. Og Oddi var mjög nálægt aðalsögustöðunum, en
þar, og hjá afkomendum og ættmennum fólksins, sem sagan er af,.
hlýtur arfsögnin að hafa varðveizt bezt. Hitt finnst mjer fjarstæða,
að arfsögnin hafi geymzt bezt í öðrum hjeruðum. Frá Njálsbrennu
og þangað til Sæmundur fróði sezt að í Odda, eftir mikið nám er-
lendis, líða að eins tæp 70 ár. Arfsögnin hlýtur þá, eftir svo stuttan
tíma, að hafa verið ljós og lifandi, og lítið farin að fyrnast. Svartur
Úlfsson, langafi Sæmundar fróða (bróðir Runólfs goða í Stóradal),
bjó í Odda frá 970—1010, (sbr. V. G., Saga Oddastaðar, bls. 4). Hann
er því samtíðarmaður flestra þeirra manna og kvenna, er Njála segir
frá, og náfrændi sumra höfuðpersónanna (Runólfs goða og Hofs-
feðga).
Nærri má geta, hvort hann hefur ekki sagt Loðmundi syni sín-
1) Lýsingin á ferðalagi Plosa um Austurland bendir þó ekki til þess, að
hún sje rituð af kunnugum manni á Hjeraði eða í Vopnafirði, t. d. Þorv.
Þórarinssyni.