Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 35
29
um, — sem sjálfur hefur munað suma atburðina, t. d. Njálsbrennu
— greinilega söguna, og Loðmundur svo aftur syni sínum, Sigfúsi
presti, föður Sæmundar fróða.
Ekki er ástæða til að ætla, að Sæmundur hafi látið söguna falla
í gleymsku, eða hans aflcomendur, þegar við áður umgetna frændsemi
þeirra við suma helztu menn sögunnar bættist það, að þeir voru
beinir afkomendur Flosa á Svínafelli. Jeg hygg, að sú ættfærsla sje
rjett (sbr. Barði Guðmundsson í Skírni 1937, bls. 76), að Guðrún,
kona Sæmundar fróða, hafi verið sonardóttir höfðingjans á Svína-
felli, dóttir Kolbeins Flosasonar, lögsögumanns „er ágætastr maðr
hefir verit einn hverr í þeirri ætt“ eins og Njála kemst að orði, en
ekki af ætt Valla-Brands. Kolbeins nafnið í Svínafellsættinni bendir
mjög til þess m. a. Alveg er því óþarft að leita til Svínfellinga einna
um það, hvers vegna Flosa er borin vel saga í Njálu. Sæmundur fróði,
nátengdur honum, og næstu niðjar hans, Eyjólfur prestur, þriðji
maður frá honum, og Jón Loftsson, fjórði maður, voru ekki ólíklegir
til að bera honum vel söguna. Ekki hefur það spillt til, að hin munn-
lega Njála, þ. e. arfsögnin, — og síðar hin ritaða — geymdist vel í
Odda, ef Oddaverjar hafa erft helztu goðorðin í Rangárþingi, sem þeir
fóru með á Njáls tíð, Valgarður grái, Runólfur í Dal og Þráinn Sig-
fússon (sbr. áðurgr. ritg. B. G. í Skírni 1937).
En það er fleira en þetta, sem mjer virðist benda til, að Njála eigi
uppruna sinn í Odda. Að vísu er nú ekkert til, sem skrifað er af Odda-
verjum, svo menn viti með vissu. En hitt er víst, að þeir voru lærðir
menn og fræðimenn, og að rit voru til eftir Sæmund fróða, því aðrir
rithöfundar vitnuðu til rita hans með svofelldum orðum t. d.: „Svá
hefir Sæm. fróði ritað í bók sinni“. Og hann er talinn fyrsti sagna-
ritari íslenzkur. Sbr. dr. E. Ó. Sv., „Sagnaritun Oddaverja“, bls. 11).
Þá er og gengið út frá því, að í Odda hafi verið á tíð Oddaverja safn af
bókum og sagnaritum, og að „innlend fræði hafi verið höfð þar í
metum“. Dr. E. Ó. Sv. telur, að ættartölur Njálu sjeu mjög gamlar,
frá 12. öld a. m. k., eða jafnvel eldri (U. N. 87), en andæfir þeirri
tilgátu Guðbrands Vigfússonar, að þær sjeu eftir Sæmund fróða, af
því, að Njála segi í 19. kap., að Garðar Svavarsson hafi fundið ís-
land, en Landnáma hermi, að „Sæmundur fróði hafi nefnt til þess
Naddoð víking“, og að gömul ættartala Oddaverja, sem sje talin að
vera komin frá Odda, komi ekki heim við ættartölu Valgarðs gráa í
Njálu.
Um fyrra atriðið er það að segja, að ekki er nú alveg víst, að
Landnáma segi hjer rjett frá. Óskeikul er hún ekki. Þannig segir