Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 42
Fiskivötn og Álftavötn.
Það er nú liðinn hálfur sjötti tugur ára síðan Sigurður forn-
fræðingur Vigfússon setti fram þá skýring sína á ferðalýsingu
Flosa Þórðarsonar í 126. kap. Njálssögu og frásögninni 1 131. kap.
s. st. um þá, er fóru að leita hans og annara brennumanna, að Fiski-
vötn þau, sem þar eru nefnd, væru þau vötn, sem nú kallast Álfta-
vötn, en alls ekki þau vötn, — norðan Tungnár og því langt frá leið
Flosa og leitarmanna —, sem nefnd eru Fiskivötn á uppdráttum
Bókmenntafjelagsins og víðar. Setti Sigurður fram þessa skýring
sína í Isafold 1883, X., árg., nr. 29, og rökstuddi nokkuð. Hálfu öðru
ári síðar birti hann sjerstaka ritgerð um þetta mál í sama blaði, XII.
árg., 18. og 19. tbl. Byggði Sigurður skýring sína á ferðalýsingunni
sjálfri og frásögninni í Njálssögu,.skýrslum manna um landsháttu og
vegi, og á uppdráttum eftir Sæmund Holm frá 18. öld, er hann áleit
benda ótvírætt á það, að á þeim tímum hefðu þau vötn, sem nú kall-
ast Álftavötn, verið nefnd Fiskivötn, þar eð það nafn væri á þeim
uppdráttum sett við þau vötn, sem sýnd eru sunnan Tungnár, þar
sem Álftavötn eru, þau er svo eru kölluð nú. Á uppdráttum Sæmund-
ar er nafnið Álftavötn sett einnig, en að áliti Sigurðar sett við önnur
vötn, um 2 mílur í suðaustur frá hinum. Áleit Sigurður, að þessi síð-
ast-nefndu vötn hefðu horfið síðar, en nafnið Álftavötn flutzt þá
yfir á Fiskivötn, með því líka, að fiskur hafi horfið úr þeim af ösku-
falli, en álftir hafi orpið þar. — Verður því varla neitað, að ferða-
lýsingin og frásögnin í Njálssögu væru eðlilegar, ef þar væri átti við
þau vötn, er nú eru nefnd Álftavötn, og alls ekki við Fiskivötn norðan
Tungnár.
Kr. Kálund hafði ritað áður í sögustaðalýsing sína (II., 321 og
328) um þetta atriði í Njálssögu og andmælti skýringu Sigurðar í
26. tbl. XII. árg. af Isafold; taldi hann uppdrætti Sæmundar óná-
kvæma; áleit, að hann hefði átt við Fiskivötn norðan Tungnár með
Fiskivötnunum á uppdrætti sínum, en dregið upp afstöðu þeirra óná-
kvæmlega, og með Álftavötnunum á uppdrættinum hefði hann átt við
hin sömu vötn, er nú kallast svo; kvað það sjást svo ljóslega af sam-