Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 43
37
anburði uppdrátta Sæmundar við eldri uppdrætti, t. d. uppdrátt mag.
Þórðar Þorlákssonar frá 1670, að lítill vafi gæti leikið á því, að Sæ-
mundur hefði tekið lögun Fiskivatna á uppdrætti sínum eftir þeim,
en ónákvæmni hans, að því er snertir legu vatnanna, stafaði, ef til
vildi, af kynningu hans við Njálu. Enn fremur benti Kálund á það, að
af örnefnalýsingum Árna Magnússonar í A. M. 213,8vo, mætti sjá,
að á hans dögum hafi Fiskivötn verið hin sömu og nú heita svo, norð-
an Tungnár, og að menn hafi þá farið þangað til veiða af Landi.
Sigurður ritaði þá aðra grein, í 39. tbl. sama árg., benti á, að Finnur
byskup Jónsson hefði nákvæmlega eftirlitið og leiðrjett uppdrátt Sæ-
mundar 1771. Álftavötn hefðu þá getað heitið Fiskivötn, þó að Fiski-
vötn norðan Tungnár hefðu verið kölluð sama nafni; en aðalnafn
þeirra vatna taldi hann raunar vera Veiðivötn. — Enn fremur gerði
Sigurður grein fyrir því, eftir skýringum sjera Páls Pálssonar í
Þingmúla, hvar þeir Flosi hefðu riðið frá Kirkjubæ á Mælifellssand.
Dr. Einar Ól. Sveinsson tók þetta atriði til íhugunar í riti sínu
„um Njálu“ fyrir 6 árum og A. J. Johnson nú í ritgjörð sinni hjer
fyrir framan, en því er þetta rifjað upp hjer, að nokkrum athuga-
semdum skal bætt við.
Hjer er í Þjóðminjasafninu nákvæm eftirmynd af þessum upp-
drætti Þórðar byskups Þorlákssonar frá 1670 (nr. 9209), sem Ká-
lund nefnir, gjörð af J. A. Lander 1925—26. Þar er sýnt Kúðafljót,
og nafnið sett við, og sem beinn aðdragandi að því er sýnd á, er
kemur norðan úr 3 vötnum, og stendur nafnið Fiske wotn milli
tveggja hinna efri þeirra. Þessi á, sem Kúðafljót er í beinu fram-
haldi af, á eflaust að vera Tungufljót. — Hólmsá er einnig dregin
upp, og nafn hennar sett hjá. Frá mynni Kúðafljóts og upp að á-
mótunum, þar sem Hólmsá fellur í það, er á uppdrættinum jafnlangt
og frá ámótunum upp í miðvatnið. Á uppdrætti Bókmenntafjelags-
ins er einnig jafnlangt frá mynni Kúðafljóts upp að ámótum og er
frá þeim að upptökum Tungufljóts. — En frá ámótum og norður að
Tungná er meira en helmingi lengra, og enn lengra er til Fiskivatna.
— Til marks um það e. fr., hve sunnarlega þetta vatn er á upp-
drætti Þórðar byskups, skal þess getið, að það er jafnsunnarlega og
Þríhyrningur í Rangárvallasýslu, sem þar er einnig sýndur, og nyrzta
vatnið er sýnt dálítið sunnar en Hekla. Á uppdrætti Bókmenntafje-
lagsins eru upptök Tungufljóts sýnd norðvestan-við Bláfjall, þar sem
Álftavötn eru, og mun norðar en Þríhyrningur, eða á móts við Knafa-
hóla, og Hekla að sjálfsögðu miklu norðar. Þessi uppdráttur mag.
Þórðar bendir því síður en svo til þess, að Fiskivötn þau, er hann
sýnir, sjeu vötn þau fyrir norðan Tungná, sem svo eru nefnd á upp-