Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 43
37 anburði uppdrátta Sæmundar við eldri uppdrætti, t. d. uppdrátt mag. Þórðar Þorlákssonar frá 1670, að lítill vafi gæti leikið á því, að Sæ- mundur hefði tekið lögun Fiskivatna á uppdrætti sínum eftir þeim, en ónákvæmni hans, að því er snertir legu vatnanna, stafaði, ef til vildi, af kynningu hans við Njálu. Enn fremur benti Kálund á það, að af örnefnalýsingum Árna Magnússonar í A. M. 213,8vo, mætti sjá, að á hans dögum hafi Fiskivötn verið hin sömu og nú heita svo, norð- an Tungnár, og að menn hafi þá farið þangað til veiða af Landi. Sigurður ritaði þá aðra grein, í 39. tbl. sama árg., benti á, að Finnur byskup Jónsson hefði nákvæmlega eftirlitið og leiðrjett uppdrátt Sæ- mundar 1771. Álftavötn hefðu þá getað heitið Fiskivötn, þó að Fiski- vötn norðan Tungnár hefðu verið kölluð sama nafni; en aðalnafn þeirra vatna taldi hann raunar vera Veiðivötn. — Enn fremur gerði Sigurður grein fyrir því, eftir skýringum sjera Páls Pálssonar í Þingmúla, hvar þeir Flosi hefðu riðið frá Kirkjubæ á Mælifellssand. Dr. Einar Ól. Sveinsson tók þetta atriði til íhugunar í riti sínu „um Njálu“ fyrir 6 árum og A. J. Johnson nú í ritgjörð sinni hjer fyrir framan, en því er þetta rifjað upp hjer, að nokkrum athuga- semdum skal bætt við. Hjer er í Þjóðminjasafninu nákvæm eftirmynd af þessum upp- drætti Þórðar byskups Þorlákssonar frá 1670 (nr. 9209), sem Ká- lund nefnir, gjörð af J. A. Lander 1925—26. Þar er sýnt Kúðafljót, og nafnið sett við, og sem beinn aðdragandi að því er sýnd á, er kemur norðan úr 3 vötnum, og stendur nafnið Fiske wotn milli tveggja hinna efri þeirra. Þessi á, sem Kúðafljót er í beinu fram- haldi af, á eflaust að vera Tungufljót. — Hólmsá er einnig dregin upp, og nafn hennar sett hjá. Frá mynni Kúðafljóts og upp að á- mótunum, þar sem Hólmsá fellur í það, er á uppdrættinum jafnlangt og frá ámótunum upp í miðvatnið. Á uppdrætti Bókmenntafjelags- ins er einnig jafnlangt frá mynni Kúðafljóts upp að ámótum og er frá þeim að upptökum Tungufljóts. — En frá ámótum og norður að Tungná er meira en helmingi lengra, og enn lengra er til Fiskivatna. — Til marks um það e. fr., hve sunnarlega þetta vatn er á upp- drætti Þórðar byskups, skal þess getið, að það er jafnsunnarlega og Þríhyrningur í Rangárvallasýslu, sem þar er einnig sýndur, og nyrzta vatnið er sýnt dálítið sunnar en Hekla. Á uppdrætti Bókmenntafje- lagsins eru upptök Tungufljóts sýnd norðvestan-við Bláfjall, þar sem Álftavötn eru, og mun norðar en Þríhyrningur, eða á móts við Knafa- hóla, og Hekla að sjálfsögðu miklu norðar. Þessi uppdráttur mag. Þórðar bendir því síður en svo til þess, að Fiskivötn þau, er hann sýnir, sjeu vötn þau fyrir norðan Tungná, sem svo eru nefnd á upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.