Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 51
43
sand, gamla og nýlega gosösku, bæði úr Kötlu og öðrum eldgígum.
Yindur og vatn hjálpast að því, að fylla með roksandi og öðrum laus-
um efnum allar lautir og vötn.
Á uppdráttum Sæmundar Holms eru, eins og þegar hefur verið
tekið fram, Fiskivötn sýnd sem nokkur vötn saman vestan-við Blá-
fjall, þar sem Álftavötn eru nú. Eins og uppdráttur Ágústs Böðvars-
sonar sýnir, er þar mikil kvos, innilukt af fjöllum á alla vegu, en til-
tölulega þröngt skarð við norðurenda Bláfjalls. Það er engan veginn
ólíkiegt, að á 18. öldinni hafi verið hjer fleiri vötn og tjarnir en nú
.sjást hjer; og milli hnúkanna norðan-við kvosina var allmikið vatn
fyri'um, Mórauða-vatn nefnt (að síðustu), sem fylltist og þornaði upp
fyrir 20 árum, í Kötlu-gosinu 1918, eða af afleiðingum þess.
Sæmundur Holm hefir dregið upp og nafngreint Álftavötn á
uppdrætti sínum nokkru fyrir suðaustan Bláfjall, austur-undir hraun-
inu. Á yngri uppdrættinum í Lbs. 113, 4to, eru einnig dregin upp
vötn með líkri afstöðu við „Bláfjöll“. Það eru þessi vötn, sem Sigurð-
ur Vigfússon telur hafa horfið. Á uppdrætti Ágústs Böðvarssonar er
sýnt eitt lítið vatn og ein smátjörn eða jafnvel 2 nokkru fyrir austan
Bláfjall, í og austur-undir hrauninu. Eftir ferðar- og staðhátta- lýs-
ingu Sigurðar 1885 (Árb. Fornlfjel. 1888—92, bls. 69) eru þessi smá-
vötn, sem eru hvert skammt frá öðru, líklega leifar af því stöðuvatni,
er hann segir, að sje við austurendann á Bláfjalli, fyrir framan (þ. e.
sunnan) Fremri- (þ. e. Syðri-) Ófæru, og kallað sje Hágnípulón, og
af þeirri tjörn, er hann segir, að sje þar fyrir vestan það. Mætti, ef
til vill, ætla, að þetta vatn og þessar smátjarnir sjeu síðustu leifar
af þeim vötnum, er Sæmundur Holm setur á uppdrátt sinn austur-
undir hrauninu og nefnir Álftavötn, þ. e., eftir skýringu Sigurðar
Vigfússonar, síðustu leifar af eldri Álftavötnum, er hafi verið hjer
áður. — Uppdrættirnir í riti Sæmundar Holms og Lbs. 113, 4to, eru
því miður svo ónákvæmir og svo rangir um margt, að illt er að treysta
þeim, en eðlilegt er, að Sigurður Vigfússon tæki nokkuð tillit til
þeirra, einkum í þessu atriði, er hann leitaði eðlilegustu skýringar á
þessum frásögnum í Njálssögu. — Það virðist heldur ekki vert að
fordæma algerlega sem helberar fjarstæður þau frásagnaratriði, sem
mögulegt kynni að vera að skýra sem eðlileg, nje þær skýringartil-
raunir, sem virðast geta verið á sæmilegum rökum og gögnum byggð-
ar og koma heim við flest eða margt, er máli skiftir í sambandi
við þær.
Það sýnist ekki vera nein ástæða til að bera brigður á þá frásögn,
að þeir brennumenn hafi farið Mælifellssand, þegar þeir riðu til