Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 52
44
brennunnar, og þá til þeirra vatna, er nú kallast Álftavötn, „ok
nökkuru fyri vestan vötnin“ og stefnt svo vestur á sandinn, og því
síður virðist nokkur ástæða til að rengja það, sem sagt er um eftir-
leitarmenn brennumanna eftir brennuna, að þeir hafi sumir riðið
„norðr allt til sands“, þ. e. Mælifellssands, en sumir til hinna sömu
vatna, sem brennumenn höfðu riðið til og nokkuru fyrir vestan, er
þeir fóru að austan, þ. e. til þeirra vatna, er nú kallast Álftavötn. Um
Fiskivötn norðan Tungnár getur ekki verið að ræða; þangað hafa að
sjálfsögðu hvorki brennumenn nje leitarmenn þeirra farið á þessum
ferðum. Geti menn ekki fallizt á þá skýring Sigurðar Vigfússonar,
að Álftavötn þessi norðvestan-við Bláfjall hafi fyr á öldum heitið
Fiskivötn, gæti það vitanlega komið til mála, að líta á nafnið „Fiski-
vötn“ í báðum frásögnunum í Njáls-sögu sem eins konar ritvillu höf-
undar eða uppskrifara, sprottna af vangá eða misminni eða jafnvel,
ef til vill, jafnframt af ófullkominni þekkingu á því, hvað þessi vötn
hjetu, sem þeir brennumennirnir og leitarmennirnir riðu til. Það, að
þarna, nálægt þeirri leið, sem sagt er, að þeir Flosi hafi riðið að
austan, eru vötn, þessi Álftavötn norðvestan-við Bláfjall, kemur vel
heim við frásagnirnar, ekki hvað sízt við hina seinni, um eftirleitar-
menn, að þeir hafi sumir riðið til þessara vatna, hinna sömu, sem
höfundur hafði áður sagt, að þeir Flosi hefðu riðið til, því að eftir-
leitarmenn hafa vel getað gert ráð fyrir því, að brennumenn hefðu
vikið nokkuð úr leið á þennan afvikna stað norðvestan-undir Blá-
fjalli, þar eð þar gátu þeir verið í hvarfi niðri í dalverpinu og haft
vatn og haga fyrir hesta sína. Hvert sem nafnið hefur verið á vötn-
unum og staðnum þarna í fornöld, hefir hann sennilega verið vel
kunnur mönnum úr Skaftártungu og jafnvel öðrum úr vesturhluta
Skaftafellsþings, og vilji menn ekki fallast á, að staðurinn eða vötnin
hafi þá heitið Fiskivötn, bendir það sízt á, að það sje úr skaftfellsk-
um penna, að þau eru kölluð svo 1 Njálssögu.
Að síðustu nokkur orð um nafnið á Fiskivötnum, er nú nefnast
svo, norðan Tungnár.
Sigurður Vigfússon áleit, að Fiskivötn norðan Tungnár hafi „f
gamla daga“ heitið Veiðivötn. Byggði hann þetta álit sitt á afskrift af
dómi frá 1476, þar sem þau voru nefnd svo. En það varð brátt aug-
Ijóst mál, að þessi afskrift var fölsuð og að vötnin hefðu ekki verið
nefnd, hvorki einu nje öðru nafni, í dómnum, frumskjalinu.1) — Það
út-af fyrir sig er í rauninni bending um, að vötnin hafi þá, um 1476,,
1) Sjá Fornbrs. VI., 78.