Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 53
45
■ekki verið mikið kunn, að minnsta kosti ekki sem nein fiskivötn
(veiðivötn), svo sem einnig A. J. Johnson hefir tekið fram í ritgjörð
sinni hjer fyrir framan.
En Sigurður kvaðst einnig hafa áreiðanlega heimild fyrir því,
hvað vötnin hjetu, er hann skrifaði greinir sínar í Isafold 1885: „vott-
orð um, að þeir, sem búa efst á Landi og eiga vötn þessi, nefna þau
sínu gamla nafni, Veiðivötn". (Isafold, XII., 19). Hætt er þó við, að
þetta vottorð hafi verið jafn-óáreiðanlegt og falsanirnar í afskrift-
inni af dóminum frá 1476, sem Sigurður byggði á; að sönnu standa
hin tilvitnuðu orð hans í grein, sem kom út í ísafold 29. apríl, en dóms-
afskriftina fjekk hann ekki fyr en síðar, með brjefi, sem var dag-
sett 18. n. m. (sbr. Fornbrs., VI., bls. 84 nm.), en brjefritarinn vitnar
til umtals, sem hann hafi haft við Sigurð nokkru áður, og segir, að
öllum þeim mönnum, sem hann hafi talað við um Veiðivötn, beri sam-
an um, að þeir hafi ekki heyrt þau nefnd öðru nafni, „nema í korti
Gunnlaugsens“. Brjefritarinn, sem átt hafði þetta viðtal við Sigurð
og sem sendi honum fölsuðu afskriftina af dóminum frá 1476, var
nefnilega sami maður, sem hafði gert hana, og verður því vottorð
hans óábyggilegt. — Sigurður hefur einnig að líkindum komizt að
raun um það síðar, ef til vill af öðrum 3 ófölsuðum afskriftum, sem
voru til, og voru tvær þeirra í Landsbókasafninu, að afskrift sú, er
hann hafði fengið, var óáreiðanleg; og hann birti þennan dóm aldrei,
eins og hann hafði þó sagt í grein sinni, að hann ætlaði að gera.
Nokkur vottorð manna um, að aðalnafnið á Fiskivötnum hefði fyrir
nokkrum mannsöldrum verið Veiðivötn (ísafold, XII., 39), birti hann
aldrei heldur.
Þegar Þorvaldur Thoroddsen fór rannsóknarför sína til þessara
vatna, sumarið 1889, hefur hann heyrt þau nefnd, eða að þau hafi
verið nefnd, Veiðivötn; og í upphafi sögu þessarar ferðar sinnar
segir hann því:----------„var ferðinni heitið til Veiðivatna; Land-
menn, sem þangað fara á hverju ári til silungsveiða, kalla þessi vötn
aldrei öðru nafni; nafnið Fiskivötn þekkja þar að eins þeir, sem hafa
séð Uppdrátt íslands". Sumum kann að finnast, sem þessi ummæli
Þorvaldar geti, ef til vill, bent til áhrifa frá Sigurði Vigfússyni eða
annara áhrifa úr svipaðri átt og þau, er hann hafði orðið fyrir; sbr.
það, er áður var sagt, og e. fr. Fornbrs., VI. bls. 84, neðst, en menn úr
Landsveit fullyrða enn hið sama, að þar, á Landi, sje venjulega nafn-
ið á þessum vötnum Veiðivötn. — Á Uppdrætti íslands, Bókmennta-
fjelags-uppdrættinum, eru vötnin kölluð Fiskivötn. Björn Gunnlaugs-
son sendi Hafnardeild fjelagsins uppdrátt sinn yfir þau, „Fiskivötn
og Þóristungur", sumarið 1840. Hafði hann farið sumarið áður úr