Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 54
46
Skaftártungu Fjallabaksveg nyrðri, eða landmannaleið, einna fyrstur
manna, og bóndi frá Búlandi með honum, og í Skaftafellssýslu yfir-
leitt virðast vötnin ætíð hafa verið nefnd Fiskivötn. — Ekki komu
þeir Björn að vötnunum, en fylgdarmaður hans hafði verið þar áður
við veiðar. — í lýsingu Ása-prestakalls, sem sjera Pjetur Stephensen
sendi einnig 1840 til Hafnardeildar Bókmenntafjelagsins, nefnir hann
vötnin líka Fiskivötn, eins og áður er tekið fram; en sjera Jón Torfa-
son á Stóru-Völlum á Landi kallaði vötnin sömuleiðis Fiskivötn í
lýsingu sóknar sinnar 14. jan. næsta ár, 1841 (hrs. Bmf., 19, fol.). —
Ræðir hann nokkuð um vötnin, segir m. a.: „í Fiskivötnunum er sil-
ungsveiði, sem meir var stunduð til forna en nú á tímum; þykir það
ekki tilvinnandi um heysláttartíma, að láta fólk liggja þar, því oft
er þar lítið um aflabrögð. — Það gagn og gæði, sem í þessum auðnum
og öræfum var að hafa fyrrum, svo sem fjallagrös, rót, silungs- og
álfta-veiði, var af 12 mönnum dæmt árið 1476 að Ytri-Völlum hér í
hrepp Land- og Holta-sveitum“. Á sjera Jón þar við dóm þann, er
áður var getið, en að vísu voru dómsmenn ekki 12, heldur 6, þeir er
dóminn dæmdu með umboðsmanni sýslumanns, og í þessum dómi sín-
um nefndu þeir alls ekki neina silungsveiði berlega, heldur fugla-
veiði, grasalestur og rótagröft, en bæta raunar við: „eður önnur
gæði“, og gæti vitanlega silungsveiði verið innifalin í þeim „öðrum
gæðum“. Dómurinn nær yfir allt það landsvæði, sem Fiskivötn eru
á, samkvæmt þeim landamærum, sem greind eru í honum: „frá Túná
(þ. e. Tungná) og til Sprengisands og vestur í Þjótsá (þ. e. Þjórsá)
og allt austur í fjallgarð (þ. e. Snjóöldufjallgarð eða Tungnárfjall),
svo langt, sem vötn renna til og frá héraða á millum“. —
í Islands-lýsingu sjera Gunnlaugs Oddssonar, Alm. landaskipun-
arfræði, I., Kh. 1822, bls. 168, er Bókmenntafjelagið hafði einnig gef-
ið út, höfðu vötnin líka verið nefnd Fiskivötn; — því að um þessi
vötn, norðan Tungnár, virðist þar vera að ræða, þótt hennar sje ekki
getið í sambandi við þau. Sjera Gunnlaugur segir svo um þau: „Fiski-
vötn, í óbyggðum uppi, norðr af Skaptártungu, þau eru bæði stór og
smá; er það mál manna at nú viti engi tölu þeirra; hit mesta vatnit
kallast Stóri-sjór; þar var fyrrum veiðimanna skáli og bátr og létu
bændur griðmenn sína taka þar upp veiði, þá úthallaði sumri, og brást
þar allsjaldan góðr afli, og hefir því miðr sá bjargræðisvegr í minni
gengist". — Sennilega hefir sjera Gunnlaugur tekið mikið tillit til
þess, sem stóð um vötnin í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar, er áður var getið. Þar og í sýslulýsingunum gömlu eru þau
líka nefnd Fiskivötn. Sömuleiðis í frásögn Sveins Pálssonar af ferð
hans til Fiskivatna 1795, sem einnig var nefnd áður.