Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 57
49
haldið norður yfir Ófæru. Þaðan liggur svo leiðin áfram upp Herðu-
breiðarháls, svo norðvestan Tindafjalla, þá norður Dalöldur, unz kom-
ið er í Jökuldali, og farið eftir þeim (þar er nú sæluhús). Þá er farið
um sandfláka og yfir Námskvísl, og haldið eftir sléttum aurum, og
komið á Landmannaafrétt, eftir honum svo til byggða.
Syðri Fjallabaksleiðin. Sú leið liggur milli Skaftártungu og
Rangárvallasýslu, og er mun styttri. Að austan er farið frá Ljótar-
stöðum eða Búlandsseli til norðvesturs yfir ásótt láglendi, sem nú er
mikið blásið upp, um Seljadal og upp Ljótarstaðaheiði, norðan við
fjallsöxl, sem er rani af Skorufjalli. Þegar komið er upp á heiðina,
er haldið 1 norðvesturátt; er þar óvíða bratt, en víða giljadrög og
grjótmelar, og mun láta nærri, að það sé 2—3 stunda lestagangur,
unz hallar vestur af, og er þá komið niður í Tjaldgil, um Tjaldgilsháls,
en síðar á Tjaldgilsfitjar. Úr því er haldin norðlægari stefna og komið
að Hólmsá, og þar farið yfir hana, og er landslag þar mjög líkt, unz
komið er nyrzt að Brytalækjum. Fyrir norðan læki þessa eru tvö
vötn, er heita Hólmsárlón, og eru þar upptök Hólmsár. Þar umhverfis
eru hrauneyjar upp úr sandfláka; gætu hér verið leifar af vatnaklasa,
sem þar hafi verið fyrr á öldum, en fyllzt síðar af sandburði frá
Kötlu eða öðrum eldfjöllum.
„Enn dróttinsdag þann, er átta vikur eru til vetrar, þá mun ek
láta syngja mér messu heima ok ríða síðan vestur yfir Lómagnúps-
sand (nú Skeiðarársand). Hverr várr skal hafa tvá hesta. Ek mun
ríða dróttinsdaginn ok svá nóttina með. En annan dag vikunnar mun
ek kominn á Þríhyrningshálsa fyrir miðjan aftan“. Ketill mælti:
„Hvernig má þat saman fara, at þú ríðir dróttinsdag heiman, en kom-
ir annan dag vikunnar á Þríhyrningshálsa?" Flosi mælti: „Ek mun
ríða upp ór Skaftártungu ok fyrir noi'ðan Eyjafjallajökul ok ofan í
Þórsmörk ok mun þetta endask, ef ek ríð hvatliga“. (Nálssaga
124. kap.),
Síðan stigu þeir á hesta sína ok riðu á fjöll ok svá austan (vestr
í sumum útg.) á sandinn; létu þeir þá Eyjafjallajökul á vinstri hönd
sér; ok svá ofan í Þórsmörk ok svá til Markarfljóts ok váru um nón-
skeið annan dag vikunnar á Þríhyrningshálsum". (Njálssaga 126.
kap.) í 145. kap. Njálssögu stendur enn fremur: „Flosi reið þá allt
inn í Þórsmörk ok svá á fjöll ok fyrir norðan Eyjafjallajökul ok létti
eigi fyrr en hann kom austr til Svínafells“. Svo segir 149. kap. Njáls-
sögu: „Síðan riðu þeir til Skaftártungu ok svá fjöll ok fyrir norðan
Eyjaf jallajökul ok ofan í Goðaland ok svá ofan um skóga í Þórsmörk“.
Flosi og menn hans ríða upp úr Skaftártungu og svo nokkuð fyrir
vestan Fiskivötn, og stefna á sandinn, þ. e. Mælifellssand, sem talinn
4