Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 58
50
er c. 80 fer-km. Hér getur ekki verið um önnur Fiskivötn að ræða en
þau, sem hafa þá verið á þeirri leið, því þegar þeir eru komnir fram-
hjá þeim, taka þeir stefnu á vinstri hönd sér. Fullar líkur benda til
þess, að Fiskivötn þau, er höf. Njálssögu getur um, hafi verið á þeim
slóðum, er Hólmsá hefir upptök sín, og að sandflákarnir með hraun-
eyjum, sem getið er hér áður, hafi fyrr á öldum verið dældir, er vatn
frá f jöllum hafi safnazt í, en eldsumbrot síðari tíma fyllt með ösku og
vikri; svo hefur jafnazt yfir þær sandur, en hrauneyjarnar, er skilið
hafa vötnin að, og ef til vill verið hólmar í þeim, teygja enn kollana upp
úr sandinum, sem tákn liðinna tíma. Það ætti að vera framkvæman-
legt að rannsaka jarðveginn undir sandflákum þessum, og líklegt, að
vissu mætti fá fyrir því, hvort þar hafi verið nokkur vötn svo mikil,
að skilyrði hafi verið fyrir því, að lífverur (fiskar) hafi getað þrifizt
þar.
Njálssaga getur þess og, að Flosi og menn hans hafi íarið „nokk-
uru fyrir vestan vötnin“. Af orðum höf. má ætla, að vöxtur hafi verið
í vötnunum, yfirborð þeirra hækkað óvænt, eins og oft kemur fyrir,
og hin venjulega leið þar um reynzt ófær.
Þá segir ekki af ferð Flosa og manna hans fyrr en þeir taka
stefnu á sandinn, „ok stefndu svá austan á sandinn — létu þeir þá
Eyjafjallajökul á vinstri hönd sér“. Af þessum ummælum höf. Njáls-
sögu er augljóst, að skömmu eftir að þeir hefja ferðina á Mælifells-
sand, hafa þeir Eyjafjallajökul á vinstri hönd sér, og er það eftir-
tektarvert. „Þá“ hafa þeir þegar jökulinn, fjallið, á vinstri hönd séi*.
Þeir sjá það ekki framundan stefnu sinni, heldur er jökullinn þegar
á vinstri hönd þeirra. Ég tel með þessum ótvíræðu orðum höf., að
allur jökulflákinn, er nú nefnist Mýrdalsjökull, Merkurjökull, Goða-
landsjökull og Eyjafjallajökull, hafi heitið á þeim tímum, er Njáls-
saga gerðist og var rituð, Eyjafjallajökull. Núverandi Eyjafjallajök-
ul gátu Flosi eða menn hans eða aðrir ekki séð eða haft á vinstri
hönd sér nokkru eftir að þeir hófu ferðina á Mælifellssand, og ekki
heldur, þó að um leið hafi verið að ræða um jökulsvæðið, er komast
hefði mátt um niður á Þórsmörk eða núverandi Goðaland, eins og
mpnnum hefur dottið í hug, til þess að færa líkur að því, að jökullinn
oglandspildan þar vestur af væri hið forna Goðaland. 1 Árbók hins
íslenzka fornleifafélags 1892, bls. 70, segir í grein eftir Sigurð Vigfús-
son, meðal annars:
„Kl. 2 e. m. fórum við úr Brytalækjum og vestur á Mælifellssand,
komum kl. 6% á fitina vestan undir Stóru-Súlu; vorum þar um nótt-
ina. Vestast á Mælifellsandi, niður við Brattholtskvísl (Brattháls-
kvísl) eru flatar klappir; þar sýnist móta fyrir götum ofan í klapp-