Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 59
51
irnar. Þetta er hér um bil á 50 faðma svæði; þær liggja í beina stefnu
vestur frá Mælifelsshnjúki og stefna vestur á sunnanverða títóru-Súlu.
Við fórum vestur á sandinn fyrir sunnan Stóru-Súlu og í beina stefnu
vestur frá götunum. Eru tvær vörður fornar fyrir sunnan Stóru-
Súlu; síðan byrja hinar fornu götur, sem áður er sagt. Þær liggja
fyrst nær beint í vestur, halla síðan til útvesturs og þaðan vestur
sandana niður Emstrur. Þetta er órækur vottur þess, að fom vegur
hefur legið niður Emstrur (sbr. Njálu). Ég hefi séð það með eigin
augum, að sléttir sandar eru niður Emstrur og Almenninga, að frá-
tekinni hæðinni, sem er upp frá Syðri-Emstraá. Þar eru tvö skörð
niður að ánni, sem bæði má fara, annað upp við jökulinn, hitt neðar.
Þetta allt hefi ég séð af Grænaf jalli, því þar riðum við suður á hæðina,
til að sjá glöggt það, sem er hinu megin Fljótsins".
Göturnar, sem höf. skrifar um, staðfesta það, að um Mælifells-
sand og Emstrur hefur verið mikil umferð fyrr á öldum, og rannsókn
S. V. veitir vissu fyrir því, að um aðra leið hefur ekki verið að
ræða, er farið var um Skaftártungu, austur eða austan, um Mælifells-
sand, Emstrur og þaðan um Þórsmörk, vestur yfir Markarfljót, enda
er vestan Stóru-Súlu að Bratthálskvísl allstórt landssvæði, sem er til-
valinn áningarstaður fyrir hesta. Þó hefur leiðin norðan Tindfjalla-
jökuls verið kunn á dögum Flosa og manna hans, því þeir biðu í Þrí-
hyrningi, meðan þeirra var leitað eftir brennuna og hófu þaðan
ferðina og „riðu þeir þá í braut ok fyrir norðan jökul (Tindfjalla-
jökul) ok svá unz þeir kvámu til Svínafells". (Njálssaga 131. kap).
GOÐALAND.
Að landspilda sú, er liggur milli Krossár og að norðurenda Eyja-
fjallajökuls, sé það landsvæði, er Njálssaga nefnir Goðaland, má full-
yrða, að nái ekki neinni átt, því að goðorðsmaður eða nokkur annar *
búhöldur þeirra tíma fer ekki að bæta úr fjárbeitarþörf sinni með
því að helga sér slíkan landkrika til uppreksturs og sumarbeitar fyrir
búpening sinn. Á þeim tímum þurftu menn ekki að nema við neglur
sér landnámið, enda ófullnægjandi að fá sumarbeit fyrir „tuttugu
kindur“, eins og fyndinn maður hefur orðað það. Að við eldsumbrot
síðar hafi landið sunnan Krossár að Eyjafjallajökli gengið af sér,
er með öllu ólíklegt, því að Þórsmörk virðist hafa haldizt að mestu
leyti óbreytt frá fornu fari, og Eyjafjallajökull ber ekki þau ein-
kenni, að hafa breytzt verulega, annars hefði myndazt fjallrani eða
skriðjökull norður af jöklinum. Svo segir höfundur Njálssögu í 149.
kap. „Síðan riðu þeir til Skaftártungu ok svá fjöll ok fyrir norðan
Eyjafjallajökul ok ofan í Goðaland ok svá um skóga í Þórsmörk".
4*