Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 62
54
heiðarlegur og drengilegur, og er það alveg eins og vænta mátti af
hinum merka öldungi.
Hreppapólitík. Sk. G. kemst tvívegis svo að orði, að Njála sé
fyrst og fremst héraðssaga Rangæinga. Ég þykist skilja á allri grein-
inni, að Sk. G. þætti að því missir fyrir hérað sitt, ef það reyndist, að
hún væri ekki rituð þar. Hann gagnrýnir það mjög, sem ég segi í
bók minni um staðþekkingu í Skaftafellsþingi og Rangárþingi, þykir
ég „draga um of taum Skaftfellinga sem hugsanlegra söguritara“ og
segir það vera það, sem helzt hafi gefið sér tilefni til athugasemda
sinna. Þegar slíkt er sjónarmið, er nokkur hætta á, að héraðsmetn-
aður hafi helzt til mikið að segja. En það er Sk. G. ljóst, því að hann
segir: „Jeg vildi forðast að draga taum Rangæinga sem Njálu-ritara
meira en efni eru til, en jeg kann því hins vegar illa, að hallað sje á
þá ómaklega í því tilliti“. Þessi viðleitni er vitanlega bráðnauðsyn-
leg, og má segja, að ekki verði nær komizt.
1 ritgerð A. J. J. er ekki getið um neina slíka viðleitni, enda verð-
ur hennar ekki vart. Þar er genginn berserksgangur og hvorki litið til
hægri né vinstri, öllum ráðum beitt til að hrekja það sem ég hef sagt
um staðháttalýsingar í Njálu. Ástæðan leynir sér ekki, og kemur hún
allra skýrast fram í dómi A. J. J. á ritum mínum. 1 „Um Nj.“ hafði ég
látið í ljós, að ókunnugleika gætti á sumum stöðum í frásögnum Njálu
úr Rangárþingi, og á þessi bók mín ekki upp á pallborðið hjá A. J. J.
Þar eru „rök, sem tæplega hæfa vísindariti“, málaflutningur minn er
„hæpinn, svo ekki sje meira sagt“ — og enn önnur stillileg orð eru um
hana höfð. En þegar kemur til greinar minnar í Skírni „Njála og
Skógverjar", þá fer að koma annað hljóð í strokkinn, enda er í þess-
ari grein bent á líkur fyrir sambandi milli Njálu og ættar einnar, sem
átti heima vestan við Jökulsá á Sólheimasandi. Það er ekki laust við, að
A. J. J. fari að gerast léttur í máli, honum þótti meira að segja gaman
að lesa greinina. Og þegar loks kver mitt „Sagnaritun Oddaverja“
kemur til skjalanna, fer verulega að hækka hagur strympu, jafnvel
svo mjög, að A. J. J. gerir í greinarlokin mín orð að sínum. Þetta eru
þá ekki svo litlar framfarir.
Allt er bezt, þá endirinn allra beztur verður, segir máltækið. Það
mætti kannske ætla, að ég léti mér þetta lynda. En svo er þó ekki. Að
vísu skiptir álit A. J. J. um rit mín litlu máli. Það sem skiptir máli, er
sú hreppapólitík, sem stjórnar penna hans, og henni mótmæli ég. Það
gildir einu, hvort höfundur þeirrar sögu, sem hér um ræðir, eða ein-
hverrar annarar sögu, er Rangæingur eða Skaftfellingur eða t. d.
Þingeyingur, og það er skylda vísindamannsins að láta sig það einu