Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 65
57
ljúft að sannfærast um, að höf. Njálu hefði séð Lómagnúp (Um Nj.,
bls. 364) , hefði verið staddur á melunum í grennd við Kringlumýri
(bls. 364) , hefði staðið á Markarfljótsaurum og horft upp til hlíðar-
innar (bls. 374, sbr. 211—13), hefði setið upp á efra gjárbarmi og
horft yfir Þingvelli (bls. 351). Það er vísast, að A. J. J. trúi þessu
ekki. En það gerir ekki vitund til, því að þetta er staðreynd.
Og þá kem ég að því, hver var tilgangur minn með rannsókninni
á staðfræði sögunnar. Hann var sá, að reyna að skapa mér mynd af
staðþekkingunni eins og hún er í raun og veru. Þar á eftir að reyna
að draga af þessu ályktanir um það, á hvaða stigi kunnugleiki höf-
undarins hefði verið og af hvaða rótum hann væri runninn (þess vegna
skipti ég aðalkaflanum um staðþekkinguna í tvennt, gr. 80 og 81).
Þegar til kom að rannsaka verk fyrri manna, reyndist það svo, að
hinir varfærnari rannsóknarmenn höfðu séð og sýnt, að ekki var allt
með felldu um staðþekkingu sumstaðar í Rangárþingi; mér virtust
rök þeirra rétt, og ég reyndi þá fyrst og fremst að finna þá leiðsögu-
kenningu, sem gæti skýrt bæði það sem rétt var og rangt. Ég skal
játa, að ég hef ekki komið auga á aðra betri en þá sem ég kom
fram með.
Sanngirni. Sk. G. víkur hvað eftir annað að því, að Njála sé
hártoguð af fræðimönnum þeim, sem um hana hafa fjallað, ósann-
girni sé sýnd í skilningi á henni, of smásmugulega sé að farið o. s. frv.
„Ekki hef jeg ætlað höfundi Njálu, að hann hafi ritað hana fyrst og
fremst á vísindamáli, sem gagnrýnin virðist leggja svo mikið upp úr,
slíkt er ofætlun", segir hann á einum stað (bls. 57). „Munu og víða
finnast málsbætur í Njálu“, segir hann á öðrum stað (bls. 68), „einnig
í staðfræðilegu tilliti, þegar sú stefna verður almennt upptekin, að
líta á hana með sanngirni, í einlægni og sannleiksþrá“. Grein Sk. G.
er fyrst og fremst um bók mína, og liggur nærri að ætla, að hann saki
mig um eitthvað af því, sem hér er fundið að (ég hef vitanlega enga
tilhneigingu til að kenna honum skoðanir, sem hann hefur ekki, og
bið velvirðingar á því, ef ég skyldi hafa misskilið hann). Einhvern
veginn dettur mér í hug, að ef Sk. G. athugar málið vandlega, muni
hann kannske hugsa sig um tvisvar, áður en hann segir, að í bók minni
komi ekki fram nein einlægni eða sannleiksást. Og um sanngirni
gagnvart sögunni hef ég ýmislegt að segja. í 7. gr. bókar minnar
varði ég ættartölur sögunnar móti aðfinnslum, af því að mér þóttu
þær ósanngjarnar — en hér bregður svo við, að síðan ég skrifaði
þann kafla, hefur A. J. J. ráðizt í liðið móti ættartölunum og ámælt
mér fyrir afstöðu mína (bls. 6). í 45. gr. ber ég í bætifláka fyrir það,