Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 69
ei
skoðanir annara, sem staðinn hafa séð, komi heim við söguna. Sjálfur
hafði ég ekki séð staðinn, og tók því ekki dýpra í árinni. Ég hef
gert það síðan, og skal taka fram, að mér þykir ótrúlegt, að Kári
hefði leitað sér vígis í nesinu í Meltungnaá, sem til þess hefur verið
nefnt af síðari tíma mönnum. Þar virðist mjög lítilfjörlegt vígi og
auðvelt að finna önnur betri. Annars hef ég vitanlega enga hugmynd
um, hvort beinin, sem fundizt hafa, eru af brennumönnum. Um bar-
dagann hef ég enga heimild aðra en söguna, og veit því alls ekki með
vissu, hvort hann hefur nokkurn tíma átt sér stað. Þó þykir mér það
líklegt. En ef svo er, hef ég enga hugmynd um, hvort höfundurinn
hefur séð orustustaðinn. Þar með vona ég, að ég hafi talað svo skýrt,
að ekki verði misskilið.
4) „Dr. E. Ó. Sv. telur, að ættartölur Njálu sjeu mjög gamlar,
frá 12. öld a. m. k., eða jafnvel eldri (U. N. 87)“, segir A. J. J. á bls.
29. Ef menn lesa 87. bls. í riti mínu, munu þeir komast að raun um,
að það er ekki rétt hjá A. J. J., að ég hafi með einu orði vikið
að því, að þær væru eldri en frá 12. öld. Þess má geta um leið, að
orð A. J. J. á bls. 27 nm. um skoðun mína eru mjög villandi.
5) Á bls. 30 talar A. J. J. um þann hluta ritgerðar minnar
„Sagnaritun Oddaverja“, sem fjallar um ættartölu Oddaverja til
Skjöldunga. Hann segir sér virðist „dr. E. Ó. Sv. vera farinn að slaka
til um það, að ættartala Valgarðs gráa (o í Njálu) sje ekki eftir Sæ-
mund fróða“. Ég geri í þessari ritgerð grein fyrir þeim mun, sem er
á Nj. — Melabók annars vegar, öðrum heimildum hins vegar. Þá heldur
A. J. J. áfram: „Síðar segist hann ekkert sjá því til fyrirstöðu, að
þessi kafli ættartölunnar, þ. e. C — hann nefnir að vísu ekki, hvor
gerðin, Þrándar (o: Nj. — Melab.) eða Hræreks (o: hinar heimild-
irnar), en ekki er hægt að líta öðru vísi á en að það sje Þrándargerðin
— sje komin frá Sæmundi fróða eða sonum hans, og virðist mjer
margt styðja það".1) Það lá að, að hr. A. J. J. gæti ekki litið öðru
vísi á þetta! Og þó hefði honum ekki verið vorkunn að skilja það rétt.
Ég tel einmitt Melab. og Nj. sér og segi, að þar sé „gömul, hliðstæð
gerð af C, hvernig sem annars á að skýra hana og hvaðan sem hún
er komin“ (bls. 14). Það ætti nú að vera nokkuð augljóst mál, að með
þessum orðum dreg ég ættartölu þessara tveggja bóka út úr eftir-
farandi umræðu um hina almennu ættartölu Oddaverja.
Þetta ætti að nægja. Öllum mönnum getur orðið á smávangá,
það ber að dæma milt, en hér er ekki um slíkt að ræða. Ég skal
engum getum leiða um það, hvað veldur þessum rangfærslum A. J. J.,
1) Leturbreyting E. Ó. S.