Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 70
62
en mörgu er ekki til að dreifa. Hitt er víst, að svo fremi A. J. J.
ekki bætir ráð sitt í þessu efni, er hann þegar af þessum ástæðum
óhæfur að taka þátt í fræðilegum umræðum.
II. Ættartölur.
Áður en ég fer að ræða um staðfræðileg efni, langar mig að segja
fáein orð um einstök atriði í mannfræði, sem þeir Sk. G. og A. J. J.
hafa rætt um í sínum greinum.
Garðar. Ég hafði í riti mínu bent á, að í 19. kap. Njálu er
rakin ætt Hróars Tungugoða til Garðars: „sá fann ísland“. Ég benti
á, að á Landnámu væri svo að sjá, sem Sæmundur fróði hefði nefnt
til þess Naddoð víking. Sk. G. segir um þetta (bls. 64): „Jeg hygg,
að Sæmundi fróða hafi engu síður verið kunnugt um ferð Garðars
en ferð Naddodds", og færir það fram sem ástæðu, að afkomendur
Garðars hafi verið í Rangárþingi, sem er hæpið, eins og ég kem brátt
að. A. J. J. (bls. 29—30) reynir líka að gera mismun á vitnisburði
heimildanna að engu. Fyrst reynir hann að gera Landnámu tortryggi-
lega (minna má þetta ekki kosta!). 1 henni eru ýmsar villur. „I öðru
lagi mætti láta sjer koma til hugar, að afkomendur Garðars í „Skafta-
fellsþingi“ — eða Rangárþingi; þeir voru líka til þar — hefði komizt
í frumhandrit af Njálu og breytt þessu; sett nafn Garðars í stað
Naddoðs, til þess að gera veg þessa forföður síns meiri“. Því miður
er þetta alveg óhugsandi. Það eru nefnilega engar líkur til þess, að
nokkur maður hafi nokkurn tíma talið Una hinn óborna son Naddoðar
víkings! Og því engar líkur til þess, að afkomendur Garðars, hvorki
í Skaftafellsþingi né í Rangárþingi, hvorki með gæsalöppum eða
gæsalappalaust, hafi breytt þessu.
NiSjar Garðars. Ég get ekki sagt, að ég legði í bók minni mikla
áherzlu á það, að Garðar hefur átt afkomendur í Skaftafellsþingi, og
ég lít á það mál mjög líkt nú og þá. Þar fyrir mátti nefna það. En
Sk. G. leggur aftur á móti töluvert upp úr því og tekur sér fyrir
hendur að sýna, að Garðar hafi átt niðja í Rangárþingi. Allar rök-
semdir um það held ég séu sóttar í Njálu. Nú ef það stæði skýrum
stöfum þar, gæti það verið vottur þess, að höfundur sögunnar hefði
heyrt sagnir um það, og þær gætu verið annaðhvort sannar eða lognar,
og yrði þá eftir beztu getu að reyna að meta líkurnar. En til þess
kemur ekki, því að slíkt stendur ekki í sögunni. Athugum þá rök-