Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 71
63
semdir Sk. G. Hann þykist geta nefnt þessa á nafn: Vébrandur Há-
mundarson er nefndur í 117. kap. sögunnar, og telur Sk. G. hann hafa
verið son Hámundar halta. Er það líklegt. Hann fór, segir sagan,
með Sigfússonum til móts við Flosa að Holtsvaði; af því ræður Sk.
G., að hann hafi átt heima í Rangárþingi. En mundi nú ekki vera
eftir heldur litlu farið? Beinlínis ólíklegt verður það varla talið, að
höfundurinn hugsaði sér Vébrand gista hjá frændum sínum. — Hróar.
Hámundarson er talinn meðal meiri háttar manna í liði Flosa í
124. kap.; „eru fyrstir nefndir Skaftfellingar og síöan Rangæingar,
Fljótshlíðingar og Ketill úr Mörk, og þá Ingjaldur frá Keldum og
Hróarr Hámundarson“, segir Sk. G.; þetta á að telja rök fyrir því,
að Hróar hafi átt heima í Rangárþingi. Sk. G. talar um að hárreita
söguna, er þetta ekki eitthvað í þá átt? Það gegndi öðru máli, ef
flökkukonurnar í Álfhólum (127. kap.) hefðu talið Hróar með Sig-
fússonum eða Grana, þegar þeir voru á leið til Þríhyrningshálsa til
móts við Flosa, þá hefði mátt orða, hvort höfundur Njálu hefði ekki
talið Hróar búa í Rangárþingi. — Þá er Leiðólfur sterki sonur Há-
mundar veginn í Kerlingadal, samkvæmt 146. kap sögunnar, og er
hann í för með Sigfússonum. Það á sömuleiðis að vera vottur þess,
að hann hafi búið í Rangárþingi! Loks eru þá Hámundarstaðir. Ég
taldi þá meðal skaftfellskra bæja bls. 347; ég hefði nú heldur kosið,
að ég hefði ekki gert það, úr því að ég gerði ekki nánari grein fyrir
ástæðum mínum.1) Sk. G. segir: „Allir virðast synir Hámundar vera
Rangæingar, svo sem amma þeirra og ömmubróðir, og er því
sennilegra, að Hámundarstaðir, þar sem faðir þeirra bjó, hafi
verið í Rangárþingi“. Úr því að Sk. G. hafnaði minni skoðun,
þó að hún aldrei nema órökstudd væri, hefði hann átt að reyna
að sýna lit á að færa einhverjar líkur fyrir sínu máli. Hvar voru
þá Hámundarstaðir? — Ormhildi, frændkonu Gunnars (Nj., 71.
kap.), heldur Sk. G. dóttur Hróars Tungugoða; það má vel vera, þó
1) Ég hugsaði sem svo, að landnám Leiðólfs kappa var milli Skaftár
og Drífandi, og bjó hann á Á og átti annað bú á Leiðólfsstöðum undir Leið-
ólfsfelli, „ok var þar þá margt byggða", segir Landnáma, og mættu Hámund-
arstaðir hafa verið einhverstaðar þar inn frá. Hér við bætist, að þeir frændur
hafa verið goðorðsmenn, og hefði þá Ilámundur halti kannske hugsað sig
um, áður en hann fluttist í önnur hcröð. Landnáma segir, að hann hefndi
föður síns og föðurbræðra og var hinn mesti vígamaður; það er náttúrlega
ekki hægt að fullyrða, að höfundur Njálu hafi vitað þetta, en þó er það lík-
legt. En hvort sem er, mundi Hámundur áreiðanlega koma við deilur Gunn-
ars í Njálu, ef höfundurinn hefði hugsað sér hann húa í Rangárþingi. En
bæði er, að höfundur Njálu hefur hugsað sér hann búa utan Rangárþings,
enda hefur það og verið.