Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 74
66
arinnar. Og hverju máli skipti það, þó að það kæmi einn góðan veð-
urdag í ljós, að Gunnar hefði alls ekki hitt Hallgerði á þeim bletti á
alþingi, sem sagan segir, heldur öðrum? Óendanlega litlu máli. Vitan-
lega gefa örnefni og staðháttalýsingar sögunni veruleikablæ, en hann
hefur hún í ríkum mæli fyrir, og staðirnir eru ekkert annað en
leiksvið, þar sem gerast athafnir þeirra manna, sem sagan segir frá.
Um þær fjallar sagan.
Kunnugleiki og ókunnugleiki gefa þannig ekki ögn til kynna um
sannindi sögunnar, skipta ofboð litlu máli um listgildi hennar, en
geta hins vegar veitt fræðslu um höfundinn.
Það er því vanalegt, þegar grafizt er fyrir um höfunda nafn-
lausra verka, að af staðfræðinni sé reynt að koma auga á, hvar þeir
hafi helzt alið manninn eða ekki alið manninn. í mínu riti tók ég þetta
t. d. einungis til athugunar í þeim tilgangi, og ég sé, að Sk. G. og A. J.
J. nota þetta a. m. k. í og með til þess sama. Auðvitað er það undirstaða
þessarar aðferðar, að maður, sem veit, hvernig staðhættir eru á ein-
hverjum stað, fari ekki vísvitandi að lýsa þeim vitlaust. Menn eru að
sönnu misjafnlega samvizkusamir um hvers konar staðreyndir, og
einn gefur meiri gætur að stöðum en annar, en í íslendingasögum
ætla ég að naumlega geti verið að ræða um verulega ókærni í þessu
efni, nema þar sem höfundarnir eru miður kunnugir.
Rannsókn á staðþekkingu sagnanna er yfirleitt heldur vandasöm,
og það er óhætt að fullyrða, að fyrir utan rökvísi þarf líka ratvísi
og nærfærni, og veltur oft engu minna á því; mjög oft er ekki að
ræða um andstæðurnar rétt og rangt, heldur um stigmun, réttara eða
miður rétt. Vitanlega geta komið fyrir hreinar vitleysur, að ætla
mætti ómótmælanlegar, en hvenær er loku skotið fyrir að maður,
sem endilega vill láta sem eitthvað sé rétt, geti ekki komið með ein-
hverja skýringarnefnu ? Sjaldnast er hægt að koma með fullkomna,
óyggjandi sönnun, aðferðin er eins konar líkindareikningur, líkindin
verða að vegast í hvert sinn, og síðan er reynt að draga af þessu alls-
herjar niðurstöðu. Það þarf ekki að taka fram, að líkindareikningur
er eins mikilvægur í lífinu og hvað annað, og eins vísindalegur og
hver annar reikningur, aðeins verður að skilja eðli hans. Það er vita
gagnslaust að ganga fram eins og berserkur með fyrirframskoðun og
sanna eða afsanna út frá henni.
Eitt af því, sem mikla nærfærni þarf við, en nokkuð má græða á,
er fjöldi örnefna (aftur á móti kemur hann nærri undantekningar-
laust ekkert við gildi sögunnar). Hér er margs að gæta. Eins og allir
munu sammála um, liggja höfundi Njálu aðrir hlutir þyngra á hjarta
en staðirnir, þar sem atburðirnir eru látnir gerast, en ritvenja íslend-