Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 75
67
ingasagna heimtar þó, að grein sé gerð á þeim. Sk. G. heldur, að Ör-
nefnafæð á vissum stöðum skýrist nokkuð með því, að sagan sé hér-
aðssaga, allir þekktu staðina — en hvað skal þá segja um örnefnaf jölda
Eyrbyggju og Laxdælu einmitt á þeim slóðum, þar sem þær gerast?
Ég legg engan veginn mikið upp úr töflum mínum á bls. 344—45 í
Um Nj., en mér finnst þó, að þær séu dálítið athyglisverðar. Samt tel ég
meira að græða á örnefnafjölda einstakra frásagna. Hér er gott að
gera greinarmun á tvennu: 1) örnefnið er ekki nauðsynlegt vegna
frásagnarinnar, og 2) örnefnið er til bóta eða jafnvel nauðsynlegt.
í 2. flokki er það nú fyrst og fremst, þegar stendur „á næsta bæ við“
eða því um líkt; þar má heita, að eyða sé höfð fyrir nafninu. Mér er
það alveg óskiljanlegt, að hvorki Sk. G. (bls. 63) né A. J. J. (6) skuli
skilja þetta; ég hélt satt að segja, að þegar einu sinni væri bent á það,
mundu allir sjá, hve augljóst það er. Af 1. flokki er það hins vegar,
að ekki er getið nema um höfðingjasetur, þegar líður á austurför
Flosa (134. kap.), eða að ekki eru nefndir aðrir bæir á leið Kára frá
bardaganum við Skaftá til Skálar (150. kap.): aðrir bæir voru alveg
óþarfir. Úr 2. fl. sýnist mér það greinilega vera, þegar Njála (45.
kap.) segir, að Njálssynir voru „um nóttina við hlíðina“, — Fljóts-
hlíðin er ekkert hólkríli.
Nokkuð líkt er um það að segja, þegar vegalengdir eru „séðar í
fjarska", þær verða fyrir hugans augum minni en þær eru í raun og
veru; frásögnin er engan veginn röng, en hefur á sér einkennilegan
svip. Hér þarf mikla nærfærni, og geta vitanlega orðið skiptar skoð-
anir um skilning, þegar svona stendur á í sögunni — ég á auðvitað
við menn, sem leggja sig fram til að skilja frásögnina. En því miður
virðist mér berserksgangur A. J. J. gera allt annað en auka nærfærni
hans í skilningi á slíkum stöðum, svo að athugasemdir hans um þá
eru lítils virði. Hér við bætist einhver einkennileg hvimpni við orð
mín, jafnvel þegar þau eru sem saklausust. Það mætti æra óstöðug-
an að eltast við allt það, en dæmi má nefna. Annars verð ég að biðja
þá, sem hirða um þessi efni, að láta sér ekki nægja lýsingu hans á
skoðunum mínum, heldur athuga orð mín óbreytt og í réttu samhengi
í bók minni.
Gott dæmi um hvimpni A. J. J. er það, hvernig honum verður
við að orðum mínum (bls. 358) um „Eyjar“, sem sagan talar um.
Ég ræði þar möguleikana ofur rólega, fús að aðhyllast þá skýringu,
sem bezt komi heim við söguna. Én þegar ég get þess, að örnefni
þetta kunni að tákna Landeyjar og bæti við, „og er það sú skýring,
sem hendi er næst“, þá þolir A. J. J. ekki mátið. En það olli orðum
mínum, að örnefnið Eyjar var engan veginn óþekkt í fornöld. 1 Þor-
5*