Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 77
69
rita, að á því getur maður, sem kemur óundirbúinn frá öðrum störf-
um, vel flaskað. Því að það er með þetta rétt eins og t. d. banka-
störf, að til þess að vel fari, þarf bæði dálitla þekkingu og reynslu.
Ég skal leyfa mér að fara fáum orðum um handrit Njálu, og kem-
ur aðallega þrennt til athugunar: skyldleiki, gæði, aldur. Skyld-
leiki þeirra hefur aldrei verið vandlega rannsakaður, tilraunir von
Carolsfelds og Jóns Þorkelssonar eru ekki fullnægjandi (ég skal rétt
sem dæmi nefna, að ég held að sanna megi, að þeim hefur ekki tekizt
að gera grein fyrir skyldleika þeirra handrita, sem kölluð hafa verið
A og E). Samt er nokkurn veginn ljóst um flokkaskiptingu hand-
ritanna, annars vegar er 1) DBF, hins vegar 2)GI, en 3) A og 4)
E þar á milli. Það er þess vegna mikils vert, þegar 2) og 3)—4) eru
saman, sérstaklega ef eitt eða fleiri af l)-flokknum styðja þann les-
hátt. Líklegt er, að milli flestra eða allra handrita, sem nú eru til,
og frumritsins liggi glataðar uppskriftir, en ég þykist ekki hafa kom-
ið auga á nokkra sönnun þess, að öll handrit vor stafi frá sömu upp-
skrift frumritsins (eins og v. Carolsfeld og Jón Þorkelsson töldu). Um
gæði handritanna er það eitt að segja, að þau virðast yfirleitt hafa
frekar góðan texta. En um aldurinn er þess að gæta, að elztu varðveitt
handrit virðast ekki vera öllu meira en áratug yngri en frumritið. Hér
er nú ekki svo fátt, sem hafa má gagn af. Villur, sem eru í öllum hand-
ritum, eru t. d. að öllum líkindum úr frumtextanum, en þegar hand-
ritunum ber á milli, er þó oft von um, að vita megi nokkuð um frum-
textann.
Nú er að líta á Þrándargil og Rangá. Þrándargil er nefnt í FB
annars vegar, G hins vegar, E er ólæsilegt, eyða í öllum öðrum skinn-
bókum. Allt mælir því með, að örnefnið Þrándargil hafi staðið í frum-
riti Njálu. Þá er Rangá. I 98. kap. stendur, að Lýtingur og bræður
hans „fóru í skógana fyrir austan Rangá“, og stendur Rangá í F, A,
E, G, I og tveimur brotum, en Þverá í B. í. 99. kap. segir, að þeir
Skarphéðinn fóru til þessa sama staðar, „upp til Rangár“, F, E, I;
„upp með Rangá“ A, G, og eitt brot; en B: „upp til Þverár“. Á báð-
um þessum stöðum má telja víst, að frumrit Njálu hafi haft Rangá(r).
Texti handritsins B er leiðrétting manns, sem hefur þótzt þekkja bet-
ur til í Rangárþingi.
Sk. G. hugsar sér (bls. 66) eins og ég, að leshátturinn Rangá sé
úr frumriti Njálu. En hann hugsar sér ennfremur, að þetta sé mis-
ritun, eigi að standa Þverá, og bendir í því sambandi á pennaglöp
Guðbrands Vigfússonar í tímatalsritgerð hans. Já, víst eru til mis-
ritanir í verkum dauðlegra manna, engum dettur í hug að neita því.
Það er létt verk og löðurmannlegt, þegar eitthvað er að texta, að