Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 80
72 Hrúts vestan úr Dölum og þeirra félaga segir: „þeir riðu þar til er þeir koma austr á Rangárvöllu". Hrútur og Unnur „ríða (vestan úr Dölum) unz þau koma til þings“ (6. kap.); um ferð Unnar segir Mörður: „ok ríð þar til er þú kemur til mín“ (7. kap.); Gunnar reið „til Haukadals . . . ok svá til Holtavörðuheiðar ok létti eigi fyrr en hann kom heim“ (23. kap.). Ég er illa svikinn, ef ekki má finna fjölda annara þessu líkra dæma, þegar talað er um miklar vega- lengdir í sögunni. Annars virðist mér þeir Sk. G. og A. J. J. aðallega finna að lýsingum Kerlingardals, Kringlumýrar og staðarins, þar sem bar- daginn „við Skaftá“ var háður. Um síðasta staðinn hef ég þegar talað. Um bardagann í Kerlingardal vildi ég segja þetta: Ég var nokkuð á báðum áttum, við hvern stað væri átt, en hygg nú, að átt muni við Kárhólma og að þeir Kári komi niður hjá Bólstað, kemur þá allt ágætlega heim. Mundi 13. aldar maður, sem færi þarna um, skirrast við að kalla þennan stað í Kerlingardal ? Ég mundi ekki þora að fullyrða það. Ég efast um, að hér sé nokkur skapaður hlutur að. Um Kringlumýri þótti mér réttast að fara varlega vegna þeirra feiknarlegu breytinga, sem þar hafa orðið á landslagi. Mýrin og stöðuvatnið eru kafin í sandi, og jafnvel gamla hraunið þar upp af er á kafla orðið að sandöldum. Og gömlu Álftavershraunin eru nú öll breytt, og Landbrotshraunin víða uppgrónir hólar. En að því er mér er sagt eru nú ekki hraun nema norðan Kringlumýrar. Ef svo hefur verið á 13. öld, verður hver að gera upp við sjálfan sig, hvað hann leggur mikið upp úr ónákvæmnisorðum sögunnar („allt um- hverfis“), þ. e. hvaða ályktun hann vill draga af þeim.1) 1) pess skal geta, að Ágúst Jónsson hefur bent á aðra Kringlumýri, hjá Grenlæk út frá Ytra-Hrauni í Landbroti (sjá Morgunbl. 1926, nr. 299). Ástæður þess, að ég aðhyllist hina aðra Kringlumýri, eru fyrst og fremst þær, að nafn hennar má rekja aftur á 18. öld, og frá síðastliðinni öld eru sagnir um, að þar hafi Kári barizt. í öðru lagi var Glúmshaugur þar í grennd (sbr. Árb. Fornl. 1911, 60; 1915, 34), og skal ég i sambandi við það örnefni geta þess, að ég veit það fyrst koma fyrir í skýrslu sr. Jóns Jónssonar á Ilnausum til Kommissionen for Fortidsminders Opbevaring (1. nóv. 1817), og eru orð hans á þessa leið: „1 Efreyjar landeign hér í sókn er mál manna að sé einn for[n]manna haugur, almennt kallaður Glúmshaugur. petta skal hafa verið lítill sandhóll, sem nú er af vatni og veðrum orðinn slétt sandleira, oft yfir- flotin með vatn, svo hóllinn ómögulega getur fundizt. En til merkis um, að þetta muni þó satt vera, hefur til nálægs tíma einstöku sinnum sézt á náttarþeli rauðblár eldlogi koma upp rétt um litla stund í útnorður undan bænum Efrey. Hvaðan haugur þessi hefur fengið nafnið Glúmshaugur, er mér óljóst“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.