Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 81
73 Rangárþing. Ég hef þegar minnzt á nokkuð af því, sem þeir Sk. G. og A. J. J. fundu að athugasemdum mínum um staðfræði Rangárþings í Njálu. Ég gat um hið fullkomna skilningsleysi þeirra á því, þegar svo var kveðið að orði um vegarlengdir, að ætla mátti þær styttri en þær eru, og nokkur fleiri atriði hef ég rætt um. Ég skal hér minnast á þau merkustu atriði, sem eftir eru. Fyrst er að drepa á staðháttu á Bergþórshvoli. Þar fer A. J. J. mest eftir grein Sigurðar Vigfússonar í ísafold 1883, bæði um staðar- lýsingu og skilning á sögunni. Áður en lengra er farið, held ég, að ég verði að bera blak af Sigurði. A. J. J. hefur eftir honum þau orð, að Sigurður lýsi „yfir því, að hvert orð er satt í Njálu, bæði um heimreið Flosa, og viðburði brennunnar“ (bls. 18—19). Lesandinn spyr sjálfan sig: er hugsanlegt, að Sigurður hafi gert sig sekan í öðru eins gáleysi? Nei, ekki gerði hann það, þó að aldrei nema ókrítiskur væri; aftan af tilvitnuninni, sem auðvitað er rétt það sem hún nær, vantar þessi orð: „að því er séð verður af landslagi, örnefnum og kennimerk j um“. Það sem um er deilt á Bergþórshvoli er dalur sá, sem sagan segir að Flosi hafi dvalizt í með mönnum og hestum, þegar hann fór að brenna Njál inni. Um skilning á þessu hefur Sigurður Vigfússon verið einn, en hann fær nú liðveizlumann, þar sem A. J. J. er. A. J. J. tekur til reiknilistar um það, hve margir hestar komist fyrir í lægðinni, og til jarðfræði um dýpt hennar (enda fer ekki illa á, að dalr sé pínulítið djúpur). Og þá er ekki eftir annað en misskilningur minn á sögunni; ég hugði sem sé, að Flosi hefði leynzt í dalnum, þangað til brennumenn fóru heim á bæinn. Þá er ekki annað eftir en sýna, að það sé vitleysa, og allt fellur í ljúfa löð. En er það nú svo, að allt falli í ljúfa löð? Lítum á söguna (127. og 128. kap.). Á Bergþórshvoli hefur það gerzt, að Bergþóra hefur spáð því, að þetta verði síðasta kvöldið, sem hún beri mat fyrir hjón sín, og biður hafa það til vitnis, að Grímur og Helgi muni koma heim, áður en menn eru mettir. Þetta verður, þeir koma, áður en borð eru upp tekin, og segja þeir tíðindi eftir förukonunum, ferð Sigfús- sona á Þríhyrningshálsa. Þegar þeir fréttu það í Hólum, hafði Helgi sagt: „Þá mun Flosi kominn austan“, og líkt hafa menn án efa hugsað á Bergþórshvoli, en fregnin var fullkomin lausafregn, svo að ekki var farið að safna liði. En Njáll bað engan mann til svefns fara og vera vara um sig. Nú víkur sögunni til Flosa, þar sem hann er á Þríhyrningsháls- um. Hann segir: „Nú munu vér ríða til Bergþórshváls ok koma þar fyr- ir náttmál". Þeir gera nú svá. Dalr var í hválinum, ok riðu þeir þangat
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.