Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 82
74
ok bundu þar hesta sína ok dvölðusk til þess er mjök leið á kveldit“.
Eftir kenningu þeirra Sigurðar Vigfússonar (sjá ísafold 1883, bls.
103) og A. J. J. er alls ekki um það að tala, að þeir leynist. Þeir bara
bíða þarna, eftir orðum sögunnar varla minna en eina klukkustund,
heimamenn vita um þá, ekkert gerist, engar skærur, engar tilraunir
til að senda menn á aðra bæi til að safna liði! Þegar hér er komið
sögu, mælti Flosi: „Nú skulu vér ganga heim at bænum ok ganga
þröngt ok fara seint ok sjá, hvat þeir taki til ráðs“. Njáll stóð úti
ok synir hans ok Kári ok allir heimamenn ok skipuðusk fyrir á hlað-
inu“ — er það ofur skiljanlegt, Njáll hafði beðið menn fara ekki til
svefns og vera vara um sig. Nú fara þeir að tala saman Njáll og
synir hans, og ganga þeir að lokum inn. „Flosi mælti: „Nú eru þeir
feigir, er þeir hafa inn gengit. Skulu vér nú heim ganga sem skjótast
ok skipask sem þykkvast fyrir dyrrin ok geyma þess, at engi komisk í
braut — hvárki Kári né Njálssynir, því at þat er várr bani“. Þeir
Flosi kómu nú heim ok skipuðusk umhverfis húsin, ef nökkurar laun-
dyrr væri á“. Öðruvísi mér áður brá. Eftir að Flosi hefur gefið óvin-
um sínum tækifæri að fara hvert á land sem þeir vilja og safna liði
um allt héraðið, fer hann nú allt í einu að hyggja að því, að enginn
komist á burt. Hér kemur fram sami hugsunarhátturinn og í fyrir-
ætlun hans um ferðina yfirleitt: hann fer hratt yfir og með leynd,
sami hugsunarháttur og kemur fram í orðum hans eftir brennuna,
þegar hann hefur heyrt af undankomu Kára. Og þetta er sami hugs-
unarháttur og kemur fram í árásarferðum Sturlungaaldar, svo sem
Eyjólfs ofsa, þegar hann fer að Gizuri á Flugumýri. En hvernig
samrýmist þetta kenningu Sigurðar og A. J. J.? Það samrýmist henni
alls ekki, heldur sýnir, að hún er fjarstæða. Meining söguritarans er,
að brennumenn leynist í dalnum, og ef það kemur ekki heim við stað-
háttu, og það játa þeir Sigurður og A. J. J., þá sýnir það, að sögurit-
arinn er hér ekki nógu kunnugur, hefur að líkindum haft sagnir
þaðan, en ekki séð staðina sjálfur.
Þetta virðist mér nú alveg augljóst mál, og að því athuguðu
stendur ekki á miklu, hvort „dalurinn“ í hvolnum rúmar brennumenn
og hesta þeirra, eða ekki. En það spillir ekki að athuga það líka. A.
J. J. segir, að lægðin sé nál. 800 ferm. Hvernig hann fær þá tölu, er
mér hrein ráðgáta. Auðvitað telst sléttan uppi á hólnum ekki til „dals-
ins“, heldur er það aðeins sjálf lautin, sem þar er, og er hún, að því
er ég fæ bezt séð, alls ekki meira en þriðjungur þess flatar, sem A.
J. J. tiltekur, og komast þar þá vitanlega ekki fyrir 180 hestar og
100 menn.
Niðurstaða mín er því nákvæmlega sama og Finns Jónssonar í