Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 86
78
svo og orðalagi, má ráða, að Árni fari eftir sögnum úr Skaftafells-
sýslu. Til þess að enginn vafi sé framar hafður á þessum athuga-
semdum, prenta ég þær hér með (stafsetningu er breytt; útstrikanir
eru táknaðar svo: hið útstrikaða orð gleiðletrað, leiðréttingin ská-
letruð innan sviga; stafir, sem vantar hjá Á. M., í hornklofum) :
„Fiskivötn 100 að tölu (langtum fleiri) meira e n
(freka) þingmannaleið úr Skaftártungu, í norður, eða lítið til út-
norður [s]. Skaftá og Túná eru eitt vatn, þar þær koma úr jöklinum. a
(a Renna saman hér um eina hálfa þingmannaleið, í vestur, útsuður;
síðan Skaftá í suður, Túná í vestur, og í Þjórsá). Kljúfast um einn
sandháls og renna báðar fyrir sunnan Fiskivötn. I Fiskivötnum veiða
þeir mest í Novembri (qvod fieri non deberet), er nógur silungur.
Skálavatn, Tjaldavatn, Langavatn, Fossvatn eru þau sérlegustu, sem
í er veitt. Jökul[l]inn, sem Skaftá rennur úr, er rétt í austur. Annar
jökull er í útnorður þaðan að sjá (mun vera Arnarfellsjökull). Möðru-
dalur meinast liggja frá Fiskivötnum milli austurs og landnorðurs.
Torfajökull er frá Fiskivötnum í útsuður , er laus við alla aðra jökla.
Torfahlaup, Torfavötn allt af Torfa útilegum. Þeir af Landi í Rangár-
vallasýslu sækja og til Fiskivatna, upp með Þjórsá austan fram, til
þess Túná kemur í hana, síðan yfir um Túná, hjá Hestabrekku, og
svo upp með henni allri norðan fram í landnorður eða austur; skal
vera álíka langt af Landi og úr Skaftártungu".1)
2) Sýslulýsingarnar 1756 geta aðeins Fiskivatna norðan Tungn-
ár, eftir því sem M. Þ. hermir hér að framan, bls. 40—41. Bjarni
Nikulásson hefur væntanlega ekki þekkt önnur. Ekki verður heldur
séð, að þeir Eggert og Bjarni hafi þekkt önnur en þessi. 3) Ekki
verður heldur séð, að Sveinn Pálsson hafi þekkt önnur Fiskivötn en
þau norðan Tungnár, sem hann fór að rannsaka 1795, en hafði haldið
spurnum fyrir áður. — Síðari staðalýsingar er ekki ástæða að fjöl-
yrða um, því að á þeirra tíð ættu nafnaskipti þau, sem Sigurður Vig-
fússon hugsar sér, að vera um garð gengin.
B) Landabréf. Heimildir mínar eru þau kort, sem Halldór Her-
mannsson hefur prentað í ritum sínum. Two Cartographers og The
Cartography of Iceland, ásamt með dálitlu safni landabréfa í Lands-
bókasafni. Það væri þörf, að raktar væru þær breytingar, sem orðið
hafa á landabréfum yfir þann hluta lands, sem hér ræðir um, og
birt kortin sjálf, en ég verð hér að láta mér nægja nokkrar athuga-
semdir. Þau landabréf, sem máli skipta, áður en Sæmundur Hólm ger-
ir sín kort, skiptast í þrjá flokka.
1) Prófessor Jón Helgason í Kaupmannahöfn hefur gert mér þann greiða
að skrifa þetta og fleira upp úr handritinu.