Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 88
80
út 1761, smækkuð mynd af því er í Horrebows Tilforladelige Efter-
retninger om Island 1752, en í ferðabók Eggerts og Bjarna 1772 og
ferðabók Olaviusar 1780 er kort Knopfs lagað af Schöning og Jóni
Eiríkssyni. Hér eru ýmsar ekki litlar nýjungar. Vatnaröðin á gömlu
kortunum er horfin. I stað hennar eru tvö stór vötn, annað (með
smávatni hjá) norðan Tungnár er kallað Fiskivötn, hitt miklu sunn-
ar. — I Kúðafljót renna þrjár kvíslar, ein svarandi til Landbrots-
ár, önnur er kölluð „Kaltzaa“ og rennur gegnum stórvatn, sem
nefnt er „Kaltzaa Vatn“ og er skammt austur af Torfajökli, — er
þetta aðalkvíslin —, þriðja er austust, ónefnd. Þar fyrir austan eru
svo kvíslar af Skaftá „Holma fl(umen)“, „Diupa Quissel“ og „Langaa“
— þetta eiga að vera kvíslar þær úr Skaftá, sem renna um Meðal-
land, en röðin er röng, og „Langaa“ á að vera Landá, og Djúpukvísl
þekki ég ekki þarna. Ég fer hér eftir latneska kortinu frá 1761, en
á korti þeirra Jóns Eiríkssonar vantar sum nöfnin, en eitt er rangt,
„Holms aa“ fyrir „Holma fljót“. En „Kaltzaa“ held ég sé afbökun
af „Hólsá“ (f. Hólmsá), og sjálf áin getur eins vel átt að tákna
Hólmsá og Tungufljót, og vil ég í því sambandi minna á, að Hólmsá
rennur gegnum töluvert stórt vatn, Hólmsárlón, og er það skammt
frá Torfajökli; renna í það kvíslar, alveg eins og er á kortinu.1) En
Tungufljót kemur nú a. m. k. ekki úr neinum vötnum.
Þá koma kort Sæmundar Hólms til sögunnar. Þau eru: tvö kort
í Lbs. 113, 4to, annað stórt (S), hitt lítið (L) ; tvö kort í riti hans
um Skaftáreld (Om Jordbranden paa Island, Kh. 1784), A og B.
Loks getur Halldór Hermannsson um eitt kort hans í Ny kgl. Saml.
(1088 b, fol.), sem ég hef ekki séð. Öll þau fjögur kort hans, sem ég
hef séð, sverja sig meira í ætt eldri landabréfa að því leyti, að fjöll
eru jafnan sýnd eins og þau væru séð frá hlið og ekki að ofan. Ann-
ars er bersýnilegt, hve vel Sæmundur notar sér kunnugleika sinn,
og taka kort hans fram eldri korturn af Skaftafellssýslu, að minnsta
kosti í byggð.
Þó að segja megi, að kort hans af byggðum og nálægari heiða-
löndum séu lík, verður ekki hið sama sagt um Fiskivötn hans. Á
L eru þau norðan við Nyrðri-Ófæru, stendur talan 50 við, en af vötn-
unum eru þrjú stærri og tvö minni; milli Nyrðri- og Syðri-Ófæru er
eitt heldur stórt vatn, ónefnt, og verður ekki sagt, hvort það heyrir
þeim til. Ekki er Tungufljót hér látið koma úr neinum vötnum. Á S
eru Fiskivötn 12, einnig skammt fyrir sunnan Tungná og álíka skammt
1) Á eftirmyndinni af kortinu frá 1734 í The Cartography of Iceland má
sjá, að þetta muni rétt til getið. Fyrsti stafur nafnsins er þar II, sá næsti
getur verið o.