Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 89
81
frá „Bláfjöllum", sunnan við þau (ekki verður vitað, hvort nafnið
á líka við þau) eru tvö vötn, sem Syðri-Ófæra kemur úr. Loks eru
enn sunnar fjögur vötn, nafnlaus. Eftir hvaða heimildum þessi Fiski-
vötn eru sett, er ekki unnt að vita. Loks er B, sem án efa er yngra
en S og L. Þar eru Fiskivötn orðin eitt stórt vatn í miðju og mörg
smá í kring. Ég held Kálund hafi séð það alveg rétt, að hér sé að
ræða um áhrif frá öðrum kortum, og þá þeim, sem rætur eiga að
rekja til Knopfs, en að vísu á þetta aðeins við um lögun vatnanna.
(Þess skal geta, að Kálund þekkti aðeins hin prentuðu kort Sæmund-
ar, þegar hann skrifaði Isafoldar-grein sína.) Um legu þeirra er það
að vísu rétt, að Sæmundur setji þau norðvestan Bláfells, alveg við
fjallið, en ég held það sannast mála, að litlu muni hvað lengra er til
Námsins og Námsfjalla (í suðvestur), en nokkru lengra til Loð-
mundar (í vestur); enn er þess að geta, að skammt er frá vötnunum
norður til Tungnár. Þess má líka geta, að í staðfræðiritgerð Sæmund-
ar í 1. B. 333 4to, sem skrifuð er til að fylgja einhverju af landa-
bréfum hans, þar sem tölur hafa verið settar í stað nafna, gefur
hann skrá yfir merkingu talnanna, hefur hann fyrst skrifað: 131.
Skjaldmeyjar-Strútur; 132. Torfajökull; 133. Fiskivötn; 134. Blá-
fjall; 135. Nyrðri- og Syðri-Ófæra; en undir nr. 133 hefur hann síðan
bætt við: 133. Loðmundur. 133. Námið og Námsfjöll, svo að það leyn-
ir sér ekki, að hann hefir talið heldur stutt þar á milli. Af þessu gæti
einhver gæti látið sér koma til hugar, að Sæmundur ætti í þetta sinn
við einhver af vötnunum norður við Tungná, en ekki Álftavötn, sein
nú heita svo. Að minnsta kosti er það ljóst, að hugmyndir hans um
Fiskivötn eru á reiki; á fyrri uppdráttum (S og L) eru þau mörg
og ekki sérlega stór, á síðasta uppdrættinum (B), sem gerður er eftir
Skaftáreld, er eitt stórvatn og mörg smá í kring.1)
Nú má draga dæmin saman. Vitnisburður hinna elztu korta
(Mercators og Orteliusar) um legu Fiskivatna og lögun er marklaus,
og þar sem Þórður biskup virðist hafa vitneskju sína um vötnin mest-
megnis úr eldri kortum, er ógerningur að byggja nokkuð á honum.
Eftir verður þá annars vegar Sæmundur Hólm, hins vegar allar aðr-
ar heimildir, sem aðeins þekkja Fiskivötn norðan Tungnár. Svo freist-
andi sem mönnum kann að þykja að fylgja Sæmundi, er það þó óvar-
legt. Eftir skilningi Sigurðar Vigfússonar hefði nafnið Fiskivötn
(s. s. Álftavötn) átt að vera þekkt á uppvaxtarárum Sæmundar, 1749
—70, en horfið síðan, einkanlega eftir 1783. Til slíkrar nafnabreyting-
1) Enn má benda á, að með litlum undantekningum eru öll nöfn úr
þessum heiðalöndum á kortum Sæmundar á því svæði, sem takmarkast af
línu úr Uxatindum í Torfajökul. þar fyrir norðan er auðsjáanlega allt í þoku.
6