Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 94
86
Um leið og ég hverf frá þessu efni, verð ég að láta í ljósi undrun
mína yfir því, að maður skuli láta sér koma til hugar að taka sér
fyrir hendur verkefni eins og þetta, án þess að bera við að afla sér
nokkurra gagna um málið, sem teljandi séu.
IV. Niðurlagsorð.
Aftast í greinum þeirra Sk. G. og A. J. J. eru nokkrar athuga-
semdir um uppruna sögunnar. Báðir reyna að færa líkur að því, að
hún muni hafa orðið til á vegum Oddaverja. Sk. G. nefnir helzt til
ritunarinnar Hálfdán á Keldum og Þorvarð Þórarinsson, og skal
ég ekki fjölyrða um það. A. J. J. skrifar miklu lengra mál, en þó fer
honum það ekki betur úr hendi. Hann kallaði grein mína um Skóg-
verja skemmtilegt hugmyndaflug; litlu þarf að bæta við til að fá
fullkomna lýsingu á lokakaflanum í ritgerð hans. Eftir að hafa talað
um ættir í Rangárþingi, ættartölur í Njálu og „Ættartölu Oddaverja",
hef ég minnzt á sumt af þessu hér að framan, fer hann að sýna
skyldleika með Njálu og Jóni Loftssyni. Um Jón er mikið getið í
Sturlungu og Biskupasögum (einkum Þorláks sögu yngri)* 1), og
prentar hann upp úr þeim nokkrar klausur, en við hliðina á þeim
klausur úr Njálu. Þetta er hagfelld aðferð, þegar eitthvað tvennt er
borið saman, en hér er eitthvað að. Annaðhvort eru ekki til í Njálu
slíkar klausur, sem sýni sérstakan skyldleika við Jón Loftsson, eða
A. J. J. hefur ekki fundið þær!
Þegar þessum samanburði er lokið, minnist A. J. J. á þann mögu-
leika, að einhverjum kunni að finnast þeim Hofsfeðgum, Valgarði
tilbage, hvorved falder den Anmærkning, at i de ældste Landets Historier
saasom Niáls Saga, hvor denne Vei nærmere meldes, at de har reist norden
for Eyjafialla jökul og nod paa Godaland naar de vilde til Fljótshliden;
Dette synes umueligt i hensigt til det nu saakaldte Godalands Situation....
med mindre den hele Botnjökul skulde siden være tilvokset, der i Betragtning
af sammes Höide og övrige Beskaffenhed synes gandske urimeligt — men
dette falder af sig selv naar man antager at, de föromtalte Emstrur ere de
Gamles Godaland, hvilket stemmer overeens ned nogle gamle Folks Sigende
i Fliótshliden; lad være hemeldte Emstrur ere formedelst Jökelelve nu om
Stunder næsten ubefarlige, men disse Jökelelve er anseelig forögede siden
Landets Beboelse (See 01. og Pauls. Reise P. 822), og vistnok nye fremkomne".
Hvort þessi ummæli gamalla manna, að Emstrur hafi heitið Goðaland, er
annað en skýringartilraun á sögunni, er víst vafasamt.
1) þess skal getið, þó að litlu varði, að A. J. J. (bls. 32 nm.) hefur heldur
en ekki misslcilið orð Guðbrands Vigfússonar í formála Biskupasagna bls.
xlv, þar sem hann er að ræða um aldur þorláks sögu yngri.