Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 98
90
og blóm yfir allan gafl hússins, og er fullkomlega jafnhátt og það.
Á síðustu árum sínum í Hvammi, setti hann niður furutrje undir
Hjallanum, skammt frá heimreiðarveginum, og hefir það einnig dafn-
að vel og er orðið allstórt trje nú, enda er þar skjólasamt fyrir kulda-
átt, og nýtur vel vestan-sólarinnar.
Árið 1918 rann grjótskriða á þann hluta túnsins í Hvammi, sem
kallað er Fjósatunga, og eyðilagði þessi gi’jótskriða mestallt það
stykki sem tún. Grjótskriða þessi hafði upptök sín í gili því, sem kall-
að er Hrosshársgil (Hrosshófsgil) og er í hlíðinni upp-undan þeim
hluta túnsins, en beygir svo til suðurs skammt fyrir ofan túnið. Sjera
Þorleifur prófastur kvaðst hafa haft fyrir reglu að hreinsa farveg
gilsins á haustin, svo að vatnið stíflaðist síður í honum þá er vatna-
vextir kæmu í það á vetrum. Ef það væri ekki gjört, áleit sjera Þor-
leifur, að þessum hluta túnsins væri voðinn vís, og hefir reynslan sýnt,
að það var satt. Hann kvað, að í sinni tíð hefði aldrei orðið tjón að
skriðuhlaupi úr gilinu, og þakkaði það eingöngu því, að hann hefði
látið hreinsa farveg þess á hverju hausti. 1 aprílmánuði árið 1887
hljóp allmikil grjótskriða úr þessu gili á þetta sama túnstykki, þá er
Jósef Jónsson var þar bóndi. Lét hann þegar um vorið hreinsa alla
skriðuna af túninu, svo að túnið varð jafn-gott um sumarið. Fyrir
það verk fékk Jósef sex vættir að launum, og þótti engum oflaunað;
auk þess fékk hann mikið lof fyrir verkið að maklegleikum. Um 1920
rann önnur grjótskriða á þann hluta túnsins í Hvammi, sem kallaður
er Sýslan. Bæjarlækurinn, sem skiptir hlíðunum í tvær hlíðar (Bæj-
arkoll og Bæjarhlíð), stíflaðist að vetrarlagi fyrir ofan svo-nefndan
Þinghól, sem er rétt við túnið (hafði það aldrei orðið fyr, svo sögur
fari af) . Lækurinn ruddi aur og grjóti á allt þetta stykki, sem er fyr-
ir ofan bæjarhúsin, og eyðilagði það sem tún. Hvorug þessi grjótskriða
hefir verið hreinsuð af túninu. Er því Hvammstúnið orðið nú talsvert
minna en það áður var. Það er eitt af þeim fáu túnum í Dalasýslu,
sem enginn girðingarspotti er í kringum. Sagt er, að nú fáist af því
150—200 hestar, eða ekki helmingur þess, sem fékkst áður. Á undan-
förnum áratugum hefir töðufengur á allmörgum túnum í Dalasýslu
aukizt um helming og sumum talsvert meira.
Lýsing á landslagi Hvamms.
Bærinn Hvammur stendur að austanverðu í dal þeim, er Skeggja-
dalur heitir, undir hárri og brattri f jallshlíð. Skeggjadalur liggur fyr-
ir norðurhorni Hvammsfjai’ðar, og liggur í norðvestur. 1 dalnum eru
þrjú býli: Hvammur, Skerðingsstaðir og Hofakur. Fyr á tímum var
fjórða býlið í dalnum, sem hjet Litli-Hvammur, — eða Hvammskot;