Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 100
92
hans, sem aðaláin myndazt af. Þessi gil, ásamt örnefnum þeirra,
verða greind síðar. Þverá rennur alla leið frá Þverárgilstungum —
svo heita grasbreiður fyrir botni dalsins — í þröngum klettagljúfr-
um suður fyrir Mannsfjall —, sem er keilumyndað fjall á millum
Þverdals og Skeggjadals. Þar beygir hún til vesturs, þvert yfir
Skeggjadal, og rennur í Hvammsá fyrir norð-vestan Hvammstúnið,
sem áður er sagt, skammt frá því, er Krossgil fellur í Hvammsá úr
vesturhlíð dalsins .
Fjallið, sem Hvammsbærin stendur undir, er hátt og bratt. Skipt-
ir Bæjarlækurinn og Hrosshársgil (Hrosshófsgil) fjallinu í sundur í
þrjár hlíðar (Bæjarkoll, Bæjarhlíð og Hjallahlíð). Liggur Hvamms-
túnið með-fram tveimur þeirra (Bæjarkolli og Bæjarhlíð) , og er sem
næst ferhyrningur að lögun. Er þó lengd þess miklu meiri en breidd-
in, sem er frá hlíðarrótunum að Hvammsá, að heita má.
Skeggjadalur þrengist meir eftir því sem inn-eftir honum kemur,
sem fyr er sagt. Jafnframt hækkar undirlendi dalsins mikið, er inn að
svo-nefndum Fossabrekkum kemur. Fyrir sunnan Fossabrekkur eru
fjögur gil í vesturhlíð dalsins, sem öll renna í Hvammsá. Verður
þeirra getið síðar. En úr austurhlíðinni (Mannsfjalls-megin)' eru að-
eins tveir smálækir, sem koma undan hlíðarrótum Mannsfjalls.
Skeggjadalur endar langt norður í fjallgarði, og heitir innsti (norð-
asti) endi dalsins „Rangali". Er dalurinn þar mjór og þröngur. Aðal-
upptök Hvammsár eru úr giljum og uppsprettum, er myndazt af
fönnum undan austurrönd Skeggaxlar, sem er há klettaborg á miðj-
um fjallgarðinum á milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar, og fremst
(vestast) heitir Klofningsfjall. Fjall þetta er einkennilegt að sjá frá
Stykkishólmi; sýnist það allt jafnhátt og sljett að ofan sem heygalti
(heybólstur)' alla leið frá Galtardal, sem skerzt norður í það, og vest-
ur á enda þess.
Að Skeggöxl er talið að liggi átján dalir eða daladrög. Liggja því
fjölda-mörg lönd saman að þessum eina púnkti. Þessi lönd tilheyra
eftirgreindum hreppsfjelögum: Hvamms-, Fellsstrandar-, Skarðs-
strandar-, Saurbæjarhreppum. Daladrög þau, sem talið er, að liggi
að þessari klettaborg (Skeggöxl)', eru þessi: Þverdalur og Skeggja-
dalur, sem báðir liggja undir Hvamm í Hvammssveit, Grensdalur og
Hólsdalur, sem báðir liggja undir Hól í Hvammssveit, Flekkudalur,
sem skiptist í tvo dali, Suðurdal og Norðurdal, sem liggja undir
Staðarfell, Galtardalur, sem liggur undir Stóra-Galtardal í Fells-
strandarhreppi, örtugadalur (örskotsteigadalur) , sem liggur undir
Stóra- og Litla-Galtardal í Fellsstrandarhreppi, Villingadalur, sem
liggur austur í f jallið frá Á og Krossi, en liggur undir Skarð í Skarðs-