Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 101
93
hreppi, Hvarfsdalur, sem liggur suð-austur í fjallið frá Hvarfsdal
og liggur undir þá jörð, Búðardalur, sem einnig liggur suð-austur í
fjallið frá Búðardal á Skarðsströnd og liggur undir þá jörð, Nípu-
dalur, sem liggur suðaustur í fjallið frá Nýp og liggur undir þá jörð
og Heinaberg á Skarðsströnd, Fagridalur, sem liggur suður í fjallið
frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd og tilheyrir þeirri jörð, Seljadal-
ur, sem liggur suður í fjallið frá Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi
og tilheyrir þeirri jörð, Þverdalur, sem liggur suður í fjallið frá Þver-
dal í Saurbæjarhreppi, en tilheyrir Staðarhóli í Saurbæjarhreppi,
Traðardalur, sem liggur suðvestur í fjallið frá Kjarlaksvöllum í Saur-
bæjarhreppi, en tilheyrir einnig Staðarhóli, Sælingsdalur, sem liggur
vestur í fjallið frá Sælingsdal í Hvammshreppi og tilheyrir þeirri
jörð, og Lambadalur, sem liggur vestur í fjallið frá Sælingsdal í
Hvammshreppi og tilheyrir þeirri jörð.
Nokkrir smærri dalir skerast inn í Klofningsfjallið, einkum að
vestan og norðan í það. En ekki er talið, að drög þeirra liggi nálægt
því svo langt inn í fjallið, að þau nái nálægt Skeggöxl. Þess vegna
eru þeir ekki taldir hjer með.
Húsaskipun í Hvammi 1870, sem hjelt sjer að mestu til 1894.
Túnið í Hvammi liggur frá noi'ðri til suðurs. Bæjarhúsin stóðu
um miðbik túnsins, en þó talsvert austar (nær hlíðinni) en á miðri
breidd þess, niður-undan hól þeim, sem Þinghóll heitir og er ofan-
vert við túngarðinn. Bæjarhúsin, ásamt þrem skemmum og þinghúsi,
stóðu í einni þyrpingu frá norðri til suðurs með-fram fjallshlíðinni.
Skemmurnar, ásamt Þinghúsinu, snjeru stöfnum fram (vestur) á
hlaðið. Aftur snjeru stafnar bæjarhúsanna frá norðri til suðurs.
Syðri stafn baðstofunnar var úr timbri, en sá nyrðri var úr torfi
og grjóti, ásamt hliðarveggjum bæjarins. Aðal-baðstofan var í fimm
stafgólfum, dyraloft í tveim stafgólfum og skálinn, sem var norð-
astur í röðinni, í þrem stafgólfum. Öll þessi bæjarhús voru port-
byggð. Inngangur í bæinn var í gegnum vesturhliðarvegg, við syðri
enda skálans undir dyraloftinu. Gengið var því til hægri handar,
þá er farið var til stofu eða baðstofulofts. Einn gluggi var á suður-
stafni baðstofunnar, með sex rúðum. Var sá gluggi látinn nægja
tveim syðstu stafgólfum baðstofunnar, sem voru afþiljuð frá hinum
hluta hennar, er var kallaður húsloft. Þar var prófastur, ásamt konu
sinni og skylduliði. Síðar var settur gluggi á vesturhlið húsloftsins,
á norðara stafgólfið. Á þremur næstu stafgólfum voru þrír gluggar,
með fjórum rúðum hver, einn gluggi á hverju stafgólfi. — 1 þess-
um hluta baðstofunnar voru aðrir ábúendur jarðarinnar og vinnu-