Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 102
94
fólk. Uppgangur á baðstofuloftið var í norðasta stafgólfinu, við aust-
urhliðina. Voru því að eins fimm rúm í þessum hluta baðstofunnar,
þrjú undir vestur-, en tvö undir austur-hliðinni. Dyraloftið var í
tveimur stafgólfum; það var með einum glugga, með sex rúðum, á
vestur-hlið á norðara stafgólfi. í dyraloftinu voru ýmist aðrir ábú-
endur eða vinnufólk prófasts og annara ábúenda jarðarinnar. I skál-
anum var vanalega húsfólk. Sá hlutinn var í þrem stafgólfum, og
var með þrem gluggum, með fjórum rúðum, einn gluggi á stafgólfi.
Árið 1869 byggði sjera Þorleifur upp norðurenda baðstofunnar —
skálann — og þiljaði laglega gestastofu undir loftinu. Flutti hann
það ár úr húsaloftinu í þá byggingu, og bjó þar til dauðadags 1883.
Öll þessi bæjarhús munu hafa haft svipaða breidd, líklega 5—al.
Aðal-gestastofan var undir suðurenda baðstofunnar — húsloftinu —
og var í tveimur stafgólfum. 1 stofunni var ofn í suðvesturhorninu
Ofnrörið var sett út í gegnum gaflinn á stofunni og svo upp með hon-
um að utanverðu. Á gestastofunni var einn gluggi, með sex rúðum,
af svipaðri stærð og glugginn uppi á stafninum. Stofan var máluð
ljósblá. Útidyr voru á vesturhlið stofunnar í horninu við milliþilið,
með þili að utan, rauðmáluðu. Þær dyr voru opnaðar aðeins þá, er
embættismenn heimsóttu prófast. Þessar dyr voru strax teknar af,
eftir að prófastur ljet af umsjá Hvamms. Fram-af gestastofunni var
svefnherbergi í tveim stafgólfum af líkri stærð og stofan; var það
með tveimur gestarúmum. Á vesturhlið þess var einn gluggi með átta
rúðum á norðara stafgólfinu. Var því fremur skuggsýnt í því staf-
gólfinu, sem nær var stofunni, en í því voru bæði rúmin. Áður er
þess getið, að inngangur í bæinn hafi verið gegnum vesturhliðvegg-
inn. Voru bæjardyrnar því víðáttumiklar, allt plássið undir dyraloft-
inu, og náðu frá svefnherberginu að skálanum, eða voru nálægt sex
álnir að lengd. Af þessum bæjardyrum ljet sjera Steinn Steinsen,
sem var prestur í Hvammi frá 1870 til 1881, þilja herbergi, sem kall-
að var kontor. Beint inn-af bæjardyrunum var gangur, sem geng-
inn var inn til búrs og eldhúss. Bæði þau hús stóðu að austan-verðu
(hlíðar-megin) við baðstofuhúsin, og snjeru frá norðri til suðurs.
Búrið var í norðurenda bakbyggingarinnar, en eldhúsið í suðurenda.
Gólfflötur þessara húsa var talsvert hærri en baðstofubyggingarinn-
ar. Þess vegna voru nokkrar tröppur frá bæjardyrunum upp ganginn
til búrs og eldhúss. Útbygging var í gegnum hliðarvegginn, gegnt
ganginum, til búrs og eldhúss, og þar hafði prófastsfrúin matar-
geymslu sína. Eftir að hún flutti frá Hvammi, var þessi kofi notaður
fyrir eldiviðargeymslu og annað, eftir því, sem á stóð eða með þurfti.