Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 107
99
af Lögrjettubarðinu að sunnan og túngarðinum að vestan, garðlagi
á millum Neðri-Traða að norðan og reiðgötunni ásamt kirkjugarð-
inum að austan. Frá kirkj ugarðinum í norðvestur liggur ávöl og nokk-
uð löng flöt í kirkjuvellinum, og heitir hún Kirkjudúkur (16). Fyrir
austan flötina er lægð, sem myndast af Kirkjudúknum, sem ber tals-
vert hærra á, og barðinu að austan, sem reiðgatan liggur eftir norður
túnið. Skammt fyrir vestan reiðgötuna í Kirkjuvellinum er allstór
steinn, sem Skeggjasteinn heitir (17) . Austurhlið steinsins er þakin
jörð yfir á vesturbrún hans, en hann er ber á móti vestri. Steinninn
liggur frá norðvestri til suðausturs. Sagnir eru um, að Skeggi bóndi
í Hvammi, sem mun hafa verið sonur Þórarins fylsennis, sonar Þórð-
ar gellis, tengdasonar Miðfjarðar-Skeggja, liggi undir þessum steini.
Á Skeggi að hafa sagt svo fyrir, að hann skyldi jarðaður á þessum
stað, og skyldi kista Gullbrár lögð undir höfuð honum. Á Skeggja og
þetta atriði verður minnst síðar. Fyrir norðan Kirkjuvöllinn eru
Neðri-Traðir (18), sem takmarkast af garðlagi að sunnan á millum
þeirra og Kirkjuvallar, en að vestan og norðan af túngarðinum, og
að austan af garðlagi, sem er á millum Neðri- og Efri-Traðanna, sem
líka voru kallaðar Kringlótta-Tröðin (19). Takmarkast hún að sunnan
af garðlagi á millum hennar og Kirkjuvallar, að vestan af öðru garð-
lagi á millum Neðri- og Efri-Traðanna, en að austan af reiðgötunni,
sem er eftir túninu.
Sem fyr er getið, eru tvær háar fjallshlíðar austan túnsins í
Hvammi, sem Bæjarlækurinn greinir í sundur. Norðari hlíðin heitir
Bæjarkollur (20), en sú syðri Bæjarhlíð (21). Fyrir norðan Bæjar-
lækinn, rjett við túnið, er hóll, sem heitir Þinghóll (22). Ofanvert við
Þinghól beygir Bæjarlækurinn til suðurs. Skammt fyrir neðan Þing-
hól (22), austan Bæjarlækjarins (8), er brekka. Undan þessari brekku
kemur silfurtær vatnslind, sem rennur í Bæjarlækinn. Lindin heitir
Prestalind (23). I þessa vatnslind var vanalega sótt vatn til drykkjar
með mat, enda var vatnið úr þessari lind mjög kalt, svalandi og hress-
andi. Sjera Þorleifur prófastur ljet vanalega sækja sjer vatn í þessa
lind; vildi ekki drekka annað vatn. Á þeim tíma var neyzluvatn sótt
að mestu í Bæjarlækinn. Þá er sjera Steinn Steinsen var prestur í
Hvammi, leiddi hann vatnið úr Prestalindinni í trjestokk að gafli
fjóssins, sem hann færði upp-með hey-hlöðuveggnum, svo sem áður
er getið. Við fjósgaflinn var grafinn lítill brunnur, sem vatnið úr
lindinni rann í. Byggði hann þar hús yfir. Setti svo trjestokk í gegn-
um fjósgaflinn, með trjeskál við ytri enda hans. Vatninu var svo
ausið í skálina, og rann þar svo í gegnum fjósgaflinn í vatnsílát, sem
stóð í fjósinu við gaflinn. Þessi uppfinning var mjög dáð fyrir það,
7*