Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 108
100
hve hún sparaði vinnu og erfiði, því að all-víða var langt og erfitt
að vatnsbóli; fennti og að þeim á vetrum og varð þá að þeim margs
konar erfiðisauki á heimilunum. Uppi undir fjallsbrún, sunnan Bæj-
arlækjarins, er lægð, sem heitir Bæjardalur (24). Sumarið 1886 var
mikið grasleysis- og óþurka-sumar; var þá heyjað uppi á Bæjarkoll-
um. Jeg var látinn flytja heyið heim á hestum og fara ofan Bæjar-
dal og Bæjarhlíð, sem reyndist erfitt og jafnframt hættulegt. Eina
ferð fór jeg ofan Bæjarkollinn; er það hættulegasta ferð, sem jeg
hefi farið með heylest. Voru margir, sem á sáu, undrandi yfir því, að
jeg komst þá leið slysalaust.
Fyrir sunnan Bæjarhlíðina er gil, sem Hrosshársgil eða Hross-
hófsgil heitir (25). Gil þetta hefir upptök sín efst í fjallsbrúninni,
er mjög bratt, með miklum svöðum og klettum. Talsvert vatnsmagn
er í gilinu að haustinu og sjerstaklega að vetrinum; þá er snjóa leysir
úr fjallinu, getur komið mikið vatnsmagn í gilið, og það gjört usla
á túninu, sem fyr er sagt. En á sumrin er gilið vanalega vatnslaust,
einkum þá er þurkar eru. Gil þetta skiptir Bæjarhlíðinni og Hjalla-
hlíðinni (26) í tvær hlíðar. Sagnir eru um, að fyr á tímum hafi gil
þetta allt verið þakið birkiskógi, ásamt Hjallahlíðinni. Fyrir sunnan
Hjallahlíðina tekur við all-mikið klettabelti, sem kallað er Hjallinn
(27). Klettabelti þetta er með nokkrum skógargróðri. Þá er sjera Þor-
leifur Jónsson prófastur skilaði Hvammi árið 1870, var Hjallinn,
ásamt Hjallahlíðinni, þakinn þjettum og laglegum birkiskógarrunn-
um. Allt fjallið frá Bæjarkolli og suður á Hjalla er einu nafni kallað
Kollar (28). Fyrir sunnan Hjallann tekur við Skerðingsstaðahlíðin
(29). Efst í þeirri hlíð er stór gjá, sem heitir Merkjagjá (30). Skammt
þar fyrir neðan hlíðina er stór steinn, sem heitir Merkjasteinn (31).
Skipta gjáin og steinninn merkjum, þar sem koma saman lönd
Hvamms og Skerðingsstaða. Fyrir neðan Skerðingsstaðahlíðina,
Hjallann og Hjallahlíðina eru börð, sem heimreiðarvegurinn að
Hvammi liggur eftir. Nokkuð heimar en Hjallinn, en vestan vegarins,
er uppmjór steinn, sem Einbúi heitir (32). Börðin, sem heimreiðar-
vegurinn liggur eftir, heita Hjallabörð (33). Brekkurnar fyrir neðan
Hjallabörðin heita Hjallabrekkur (34). Fyrir vestan Hjallabrekkurn-
ar taka við Hvammseyrarnar, sem skiptast í Efstu-Eyri (35), Prests-
Eyri (36) og Neðstu-Eyri (37). Með-fram syðri enda Hvammstúns-
ins og Hjallabörðunum eru miklar uppgöngur, svo allstórt stykki með-
fram þeim er blautt og þornar ekki, þó að all-miklir þurkar sjeu.
Þetta stykki er kallað Veitan (38). Hvammseyrar voru áður fyr all-
víðáttumikið slægjuland, — auk fjallslægnanna á Skeggjadal og Þver-
dal. Þessar eyrar eru nú allt að því helmingi minni en þær áður voru.