Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 112
104
liggur á millum Skeggjadals og Þverdals, að austan og Hvammsá að
vestan. Þegar farið er úr Skeggjadal (Hálsinum) suður í Þverdal, er
farið yfir þennan hryggrana, þar er talsverð lægð í fjallið, og komið
ofan í Þverdalsbotninn. 1 Hálsinum eru að eins tvö örnefni, tveir
smálækir, sem heita Fremri- og Heimri-Græni-lækur (76). Voru jafn-
an góðar slægjur og grasgott með Grænu-lækjunum. Hálsinn var tal-
inn aðal-fjallslægjulandið frá Hvammi á Skeggjadal. Á norðurhöggi
Mannsfjalls eru miklir hamrar, sem liggja frá austri til vesturs;
takmarka þeir Hálsinn að sunnan sem fyr er sagt. Hamrar þessir
heita Vegghamrar (77). Hálsinum hallar mikið til suðvesturs, einkum
að Hvammsá. Þá er hann endar, lækkar dalurinn að mun. Eru þar
allháar brekkur, sem liggja þvert yfir dalinn; þær heita Fossabrekk-
ur (78) og liggja að tveimur hamrastöllum á norðvesturhöggi Manns-
fjalls, sem heita Nautastallar (79), hærri og lægri Nautastallur. Á
báðum Nautastöllunum eru grasbreiður og voru þær heyjaðar frá
Hvammi sumarið 1886, því grasbrestur var þá mjög tilfinnanlegur.
En mjög var erfitt að ná heyinu af Nautastöllunum. Á meðan notaðar
voru fjallslægjur frá Hvammi í Hálsinum, var heyvegurinn ofan
Fossabrekkur og heim Skeggjadal. Gott áframhald þótti, þá er komið
var heim 5 ferðum á dag úr Hálsinum.
1 Fossabrekkunum er margs konar berjalyng; sprettur þar all-
mikið af ýmsum berjategundum, svo sem krækiber, bláber, aðalbláber,
jarðarber, hrútaber, einiber og fl. Fyrir neðan Nautastallana er gróð-
urlítil hlíð, sem Nautastallahlíð heitir (80). Fyrir heiman (sunnan)
Nautastallahlíðina kemur há og brött hlíð, sem Stekkjarhlíð heitir
(81). Þessi hlíð nær upp á vesturhögg Mannsfjalls. Gróður var nokkur
í Hlíðinni. Mest bar þar á lynggróðri. Niðri í dalnum, fyrir neðan
hlíðina, eru tveir grasbalar, sem Selbalar heita (82). Á millum Sel-
balanna eru tveir smálækir, sem báðir heita Selbalalækir (83). Til
forna hafði verið selstaða frá Hvammi á Skeggjadal, og selið staðið
undir Stekkjarhlíðinni. Munu Selflatirnar norðan árinnar og Sel-
balarnir sunnan hennar draga nafn sitt af selinu. Fyrir heiman
(sunnan) Stekkjarhlíðina eru allstórir hólar, sem Stekkjarhólar heita
(84). Enn heimar eru móar, sem Stekkjarmóar heita (85). Móar þess-
ir ná heim að Stekknum (86), þar sem Litli-Hvammur eða Hvamms-
kot áður stóð. Mun meiri hluti móanna hafa áður verið tún og tilheyrt
Litla-Hvammi (Hvammskoti). Eyrarnar með-fram Hvammsá, fyrir
norðan Þverá, voru vanalega kallaðar Koteyrar (87) eða Stekkjar-
eyrar. Á Koteyrunum er stór steinn, sem Stóri-steinn var kallaður
(88)'. Fyrir heiman Stekkinn (Hvammskot) taka við mýrar, sem
kallaðar voru Kotmýrar (89). Ná þessar mýrar frá Stekknum heim